Fótbolti

Geremi til Grikklands

Kamerúnski miðjumaðurinn Geremi, sem lék lengi í enska boltanum, er kominn til Grikklands og hefur skrifað undir tveggja ára samning við úrvalsdeildarfélagið Larissa.

Fótbolti

McLeish hæstánægður með Foster

Alex McLeish, stjóri Birmingham, er hæstánægður með nýja markvörðinn sinn, Ben Foster, sem hann fékk frá Man. Utd. Hann spáir því að Foster muni veita Joe Hart harða samkeppni um markvarðarstöðuna í enska landsliðinu.

Enski boltinn

Konchesky færist nær Liverpool

Liverpool er sagt vera nálægt því að kaupa bakvörðinn Paul Konchesky frá Fulham. Það hefur verið eitt af forgangsmálum Roy Hodgson að kaupa nýjan vinstri bakvörð.

Enski boltinn

Eiður Smári á æfingu hjá KR

Eiður Smári Guðjohnsen æfði með KR í kvöld en það kom fram á vef félagsins. Eiður er nú að leita sér að nýju félagi en hann á eitt ár eftir af núverandi samningi sínum við AS Monaco.

Íslenski boltinn

Spurs á eftir Diarra

Tottenham Hotspur er ekki hætt á leikmannamarkaðnum en félagið er nú í viðræðum við Real Madrid um kaup á miðjumanninum Lassana Diarra.

Enski boltinn

Chelsea á eftir Burdisso

Chelsea er ekki alveg hætt að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum en félagið reynir nú að fá varnarmanninn Nicolas Burdisso frá Inter.

Enski boltinn