Fótbolti

Ronaldo lagður inn á sjúkrahús með beinbrunasótt

Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Ronaldo þurfti að leggjast inn á sjúkrahús í gær vegna veikinda en þá kom í ljós að hann er með beinbrunasótt sem er hitabeltissjúkdómur af völdum veiru sem berst í menn með biti moskítóflugu.

Fótbolti

Terry: Ég stend með stjóranum

Mörgum finnst það hreinlega orðið pínlegt hvernig leikmönnum Chelsea virðist umhugað um að sanna samheldni liðsins í hvert skipti sem það skorar mark um þessar mundir.

Enski boltinn

Santos leggur niður kvennaliðið svo félagið geti haldið Neymar

Forseti brasilíska félagsins Santos hefur gefið það út að félagið þurfi að leggja niður hið sigursæla kvennalið félagsins til þess að hafa efni á því að halda hinum 19 ára Neymar hjá félaginu. Neymar er einn eftirsóttasti knattspyrnumaður heims en ætlar að vera hjá æskufélagi sínu fram yfir HM 2014 sem fer fram í Brasilíu.

Fótbolti

Real Madrid lenti 0-2 undir en vann samt

Real Madrid komst í hann krappann á mót Malaga í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum spænska Konungsbikarsins. Real Madrid vann leikinn á endanum 3-2 eftir að hafa lent 0-2 undir eftir hálftíma leik.

Fótbolti

Martin O'Neill: Flottasti sigurinn

Martin O'Neill, stjóri Sunderland, hefur framkvæmt sannkallað kraftaverk á liði Sunderland sem er nú allt annað lið en fyrir mánuði þegar liðið tapaði hverjum leiknum á fætur öðrum undir stjórn Steve Bruce. Sunderland vann 4-1 útisigur á Wigan í kvöld og hefur þar með náð í þrettán stig út úr síðustu sex leikjum sínum.

Enski boltinn

Kompany: Þessi sigur var stór

Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, var ánægður eftir 3-0 sigur á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en liðið komst þá aftur á sigurbraut eftir að hafa fengið aðeins eitt stig út úr tveimur síðustu leikjum sínum.

Enski boltinn

Suarez: Nú skil ég það fyrir alvöru hvað "You'll Never Walk Alone" þýðir

Liverpool birti yfirlýsingu frá Luis Suarez á heimasíðu sinni í kvöld eftir að ljóst varð að átta leikja banni hans yrði ekki áfrýjað. Suarez byrjar á því að taka út bannið í kvöld en enska knattspyrnusambandið dæmdi Úrúgvæmanninn á dögunum fyrir kynþáttaníð gagnvart Patrice Evra hjá Manchester United. Suarez mun ekki spila með Liverpool fyrr en í febrúar.

Enski boltinn

Jermain Defoe hetja Tottenham

Tottenham er ekkert að gefa eftir í toppbaráttunni og fylgir Manchetser-liðunum eftir sem skugginn eftir 1-0 heimasigur á West Bromwich Albion í kvöld. Tottenham er nú þremur stigum á eftir Manchester United í 2. sætinu þegar bæði hafa spilað 19 leiki.

Enski boltinn

Mourinho hefur ekki áhuga á því að selja leikmenn

Þegar lið eru með stóran hóp er alltaf hætta á því að leikmenn verði fúlir og vilji róa á önnur mið. Sú er staðan hjá Real Madrid en þjálfarinn, Jose Mourinho, er vongóður um að halda öllum leikmönnum félagsins út leiktíðina.

Fótbolti

Milan vill fá Tevez og Balotelli

AC Milan hefur sýnt það í gegnum tíðina að félagið er óhrætt við að semja við óstýriláta leikmenn. Félagið er nú á höttunum eftir tveimur slíkum leikmönnum.

Fótbolti

QPR ætlar að áfrýja rauða spjaldi Joey Barton

Queens Park Rangers hefur, samkvæmt frétt á BBC, tekið ákvörðun um að áfrýja rauða spjaldinu sem Joey Barton fékk í tapi Queens Park Rangers á móti Norwich í ensku úrvalsdeildinni í gær. Fyrirliði QPR-liðsins er annars á leiðinni í þriggja leikja bann.

Enski boltinn