Fótbolti

Vidal er ekki til sölu

Juventus hefur komið þeim skilaboðum áleiðis til Real Madrid að miðjumaðurinn Arturo Vidal sé ekki til sölu en Real hefur verið að sýna leikmanninum áhuga.

Fótbolti

Ancelotti vill fá Suarez í sumar

Carlo Ancelotti, þjálfari franska liðsins PSG, er þegar farinn að huga að liðsstyrk fyrir næsta tímabil. Hann hefur nú viðurkennt áhuga sinn á Luis Suarez, framherja Liverpool.

Fótbolti

Tito Vilanova tekur við Barcelona | Guardiola hættir eftir tímabilið

Tito Vilanova mun taka við sem þjálfari stórliðsins Barcelona en Pep Guardiola mun hætta sem þjálfari liðsins í lok leiktíðar. Frá þessu var greint á blaðamannafundi í Barcelona í dag þar sem Guardiola tilkynnti um brotthvarf sitt. Hann sagði m.a. að í desember á s.l. ári hafi hann fyrst rætt við forseta liðsins um ákvörðun.

Fótbolti

Pardew og Redknapp halda með FC Bayern gegn Chelsea

Knattpsyrnustjórarnir Alan Pardew hjá Newcastle og Harry Redknapp hjá Tottenham fara ekki leynt með þá skoðun sína að þeir munu báðir halda með þýska liðinu FC Bayern München í úrslitaleik Meistaradeild Evrópu. Chelsea leikur þar til úrslita og möguleikar Newcastle og Tottenham um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eru úr sögunni nái Chelsea að vinna Meistaradeildina.

Fótbolti

Guardiola hættur | Barcelona boðar til blaðamannafundar í dag

Forráðamenn spænska fótboltaliðsins Barcelona hafa boðað til blaðamannafundar í hádeginu þar sem tilkynnt verður að Pep Guardiola sé hættur sem þjálfari liðsins. Hinn 41 árs gamli þjálfari hefur samkvæmt heimildum breskra netmiðla verið í viðræðum við stjórn félagsins um starfslok sín en samningur hans rennur út i lok leiktíðar. Sömu heimildir greina frá því að Guardiola hafi tilkynnt leikmönnum um ákvörðun sína á æfingu liðsins í morgun.

Fótbolti

UEFA gefur grænt ljós á að John Terry lyfti bikarnum á loft

John Terry fyrirliði enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea er enn helsta fréttaefnið á Bretlandseyjum og víðar eftir að hann fékk rauða spjaldið í undanúrslitum Meistaradeildarinnar gegn Barcelona frá Spáni. Chelsea leikur til úrslita gegn FC Bayern á heimavelli þýska liðsins í München þann 19. maí. Terry verður í leikbanni en í gær gaf UEFA það út að Terry geti tekið þátt í verðlaunaafhendingunni eftir leik fari svo að Chelsea verði Evrópumeistari.

Fótbolti

Engin tilboð borist í Gylfa

Markus Babbel, knattspyrnustjóri Hoffenheim í Þýskalandi, segir að engin tilboð hafi enn sem komið er borist í landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson. Gylfi er nú í láni hjá Swansea í ensku úrvalsdeildinni en þar hefur hann slegið í gegn. Hann er hins vegar samningsbundinn Hoffenheim til 2014.

Íslenski boltinn

Anzhi ætlar að reyna að kaupa Alves

Rússneska félagið Anzhi Makhachkala er ekki hætt að eyða stjarnfræðilegum peningum í leikmenn og félagið ætlar nú að gera bakverði Barcelona, Dani Alves, tilboð sem hann getur ekki hafnað.

Fótbolti

Tekur Villas-Boas við Barcelona?

Flestir fjölmiðlar á Spáni og víðar um Evrópu virðast nú á einu máli um að Pep Guardiola muni tilkynna á morgun að hann muni hætta sem knattspyrnustjóri Barcelona í lok leiktíðar.

Fótbolti

Gerrard nær bikarúrslitaleiknum

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, segir að fyrirliðinn Steven Gerrard hafi jafnað sig fyllilega á meiðslum sínum og að hann verði klár í slaginn þegar að liðið mætir Chelsea í úrslitum ensku bikarkeppninnar þann 5. maí.

Enski boltinn

Fjórði sigur Elfsborg í röð

Skúli Jón Friðgeirsson sneri aftur eftir meiðsli og spilaði síðustu mínúturnar er lið hans, Elfsborg, vann sinn fjórða leik í röð í sænsku úrvalsdeildinni.

Fótbolti

Sunderland hjálpar Larsson við að komast á EM

Svíinn Sebastian Larsson er farinn í stutt sumarfrí enda getur hann ekki leikið fleiri leiki með Sunderland í vetur vegna meiðsla. Sömu sögu er að segja af Kieran Richardson en báðir hafa þurft að fara í aðgerða vegna meiðsla sinna.

Enski boltinn

Olic fer til Wolfsburg í sumar

Markamaskínan Ivica Olic er á förum frá FC Bayern í sumar en mun spila áfram í Þýskalandi því hann er búinn að semja við Wolfsburg til tveggja ára.

Fótbolti

Arnar Darri í Stjörnuna

Danski netmiðillinn bold.dk greinir frá því í dag að markvörður U-21 árs landsliðsins, Arnar Darri Pétursson, sé hættur hjá SönderjyskE og genginn í raðir Stjörnunnar.

Íslenski boltinn