Fótbolti

Svona verður miðjumoðið

Fréttablaðið spáir því að sumarið hjá Val, ÍBV og Breiðabliki verði lítt spennandi. Þau munu ekki verða í toppbaráttu og ekki heldur í botnbaráttu. Þau verða í þessu klassíska miðjumoði samkvæmt spánni og Willum Þór er því sammála.

Íslenski boltinn

Pepsimörkin: Fyrsti "hljóðnemaleikurinn" | FH - KR 1991

Pepsideildin í fótbolta hefst á sunnudaginn og upphitunarþáttur um deildina var sýndur á Stöð 2 sport í kvöld. Þar fór Hörður Magnússon yfir spá sérfræðinga þáttarins auk þess sem að sýnt var myndbrot úr gömlum íþróttaþætti Stöðvar 2. Þar var í fyrsta sinn settur hljóðnemi á dómara í leik í efstu deild og var Gísli Guðmundsson dómari þar í aðalhlutverki í leik FH og KR sem fram fór 26. maí árið 1991.

Fótbolti

Sir Alex hrósar Gylfa og félögum í Swansea

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er hrifinn af því sem Brendan Rodgers er búinn að gera með nýliða Swansea í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. United mætir Swansea á sunnudaginn og þarf helst að vinna stórt í baráttunni um enska meistaratitilinn við Manchester City.

Enski boltinn

Robben samdi við Bayern til ársins 2015

Hollendingurinn Arjen Robben ætlar að spila áfram með þýska liðinu Bayern Munchen en hann gekk í dag frá nýjum samningi sem nær til ársins 2015. Robben hefur spilað með Bayern frá árinu 2009.

Fótbolti

KR og Breiðablik verða Íslandsmeistarar í haust

KR og Breiðabliki var spáð Íslandsmeistaratitlunum í Pepsi-deildum karla og kvenna í fótbolta á árlegum kynningarfundi fyrir úrvalsdeildirnar en fundurinn fór fram í dag. Bæði liðin tryggðu sér sigur í Lengjubikarnum á dögunum og hafa verið að gera góða hluti á undirbúningstímabilinu.

Íslenski boltinn

Hoffenheim hafnaði tilboði Swansea í Gylfa

Þýska netsíðan spox.com greinir frá því í dag að Hoffenheim sé búið að hafna tilboði Swansea í íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson, Gylfi er á láni hjá Swansea og hefur farið á kostum síðan að kom til Wales í janúar.

Enski boltinn

Motherwell í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn

Skoska fótboltaliðið Motherwell tryggði sér í umspil um sæti í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins. Motherwell er í þriðja sæti deildarinnar en Celtic og Rangers eru þar fyrir ofan. Rangers má ekki taka þátt í Evrópukeppni á næstu leiktíð vegna fjárhagsvandræða félagsins og Motherwell fær því tækifærið. Celtic hefur tryggt sér meistaratitilinn fyrir löngu.

Fótbolti

Selfoss og Keflavík munu falla

Fréttablaðið hefur í dag upphitun sína fyrir Pepsi-deild karla sem hefst á sunnudag. Að þessu sinni munum við líta á liðin sem við spáum að muni berjast í neðri hlutanum. Fréttablaðið hefur fengið hinn reynda og sigursæla þjálfara, Willum Þór Þórsson, til þess rýna í liðin í Pepsi-deildinni í ár.

Íslenski boltinn

Raul og barnastóðið

Þjóðverjar eru höfðingjar heim að sækja og þeir koma fram við sitt fólk af virðingu. Þegar Raul tilkynnti að hann væri að fara frá félaginu tóku menn þar á bæ þeim fréttum alls ekkert ílla.

Fótbolti

Juventus tapaði stigum á heimavelli | AC Milan minnkaði forskotið

Toppbaráttan í ítalska fótboltanum harðnaði enn frekar í kvöld þegar Andrea Bertolacci náði að jafna metin fyrir Lecce á 85. mínútu gegn toppliði Juventus á útivelli. Á sama tíma landaði AC Milan 2-0 sigri á heimavelli gegn Atalanta. Juventus er með 78 stig í efsta sæti deildarinnar en AC Milan er einu stigi á eftir þegar tvær umferðir eru eftir.

Fótbolti

Nordsjælland hafði betur í toppslagnum gegn FCK

Ragnar Sigurðsson og félagar hans í FCK töpuðu 1-0 á útivelli í toppslagnum í danska fótboltanum í kvöld gegn Nordsjælland. Ragnar lék í vörn FCK frá upphafi til enda en það var Mikkel Beckmann sem skoraði eina mark leiksins á 61. mínútu með þrumuskoti sem hafnaði í varnarmanni FCK á leið sinni í markið.

Fótbolti

Ajax varði titilinn í Hollandi | Kolbeinn lék síðustu 30 mínúturnar

Kolbeinn Sigþórsson lék síðustu 30 mínúturnar í 2-0 sigri Ajax gegn Venlo í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Með sigrinum tryggði Ajax sér meistaratitilinn en liðið hafði titil að verja. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í AZ Alkmaar gerðu 1-1 jafntefli á útivelli gegn NEC en Jóhann lék síðustu 5 mínúturnar í leiknum. Ajax er í efsta sæti deildarinnar með 73 stig en Feyenoord kemur þar á eftir með 67. AZ er í fimmta sæti með 62 stig.

Fótbolti

Kewell og krúnan

Ástralinn Harry Kewell er alltaf hress og kátur. Hann var að sjálfsögðu mættur í skrúðgöngu í Melbourne á dögunum enþar var hann borinn á gullstól um göturnar en ástæðan er ókunn. En myndin er góð. Eiginlega frábær.

Enski boltinn