Fótbolti

Scholes settur í nýja meðferð

Paul Scholes hefur spilað lítið með Manchester United það sem af er árinu 2013 en kappinn er að glíma við meiðsli. Sir Alex Ferguson var spurður út í stöðuna á Scholes á blaðamannafundi í morgun.

Enski boltinn

Benítez: Terry í vítahring

John Terry, fyrirliði Chelsea, þurfti að horfa á enn einn leikinn í gær þegar Chelsea vann 1-0 sigur á Sparta Prag í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Chelsea, er ekki alltof bjartsýnn á framhaldið hjá Terry.

Enski boltinn

Helgi Valur þarf að finna sér nýtt lið

Landsliðsmaðurinn Helgi Valur Daníelsson er að leita sér að nýju liði eftir að í ljós kom að sænska liðið AIK ætlar ekki að bjóða honum nýjan samning þegar núverandi samningur rennur út í lok júní. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun.

Fótbolti

Stefán Logi lánaður til Ull/Kisa

Stefán Logi Magnússon mun að öllum líkindum spila með norska b-deildarliðinu Ull/Kisa í ár en félagið fær hann þá á láni frá Lilleström. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun.

Fótbolti

Villas-Boas: Ótrúlegar spyrnur hjá Bale

Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Tottenham, hrósaði Gareth Bale að sjálfsögðu mikið eftir 2-1 sigur Tottenham á Lyon í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Bale skoraði bæði mörk leiksins beint út aukaspyrnu þar á meðal sigurmarkið í uppbótartíma.

Enski boltinn

Vissi svo sem að Lennon væri engin mannvitsbrekka

Brynjar Jóhannesson, formaður knattspyrnudeildar Fram, er ósáttur við upphlaup framherjans Stevens Lennon í Fréttablaðinu í gær. Formaðurinn segir að leikmaðurinn segi ekki satt og rétt frá. "Þetta er alger þvæla,“ segir Brynjar og bætir við að þó allt sé

Íslenski boltinn

Ný tölvuflaga í fótboltatreyjum framtíðarinnar

Það þarf að breyta fótboltareglunum til þess að leikmenn megi hafa tölvuflögu á fótboltabúningnum sínum. Umræða um slíka framtíðarfótboltabúninga er nú í gangi til að auka eftirlit með leikmönnum inn á vellinum í kjölfar hjartaáfalls Fabrice Muamba í miðjum leik í fyrra.

Fótbolti

Öll liðin í íslenska riðlinum féllu niður FIFA-listann

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í 98. sæti á nýjasta Styrkleikalista FIFA eftir að hafa fallið niður um níu sæti frá listanum sem var gefinn út í janúar. Öll sex liðin í riðli Íslands í undankeppni HM 2014 eiga það sameiginlegt að hafa fallið niður listann að þessu sinni.

Fótbolti

Bale enn og aftur hetja Tottenham

Gareth Bale tryggði Tottenham 2-1 sigur á Lyon með marki beint úr aukaspyrnu á lokamínútu uppbótartíma leiksins. Þrjú glæsileg mörk voru skoruð í leiknum.

Fótbolti

Kolbeinn öflugur í sigri Ajax

Kolbeinn Sigþórsson átti skínandi leik þegar að lið hans, Ajax, vann 2-0 sigur á Steaua Búkarest í fyrri viðureign liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA.

Fótbolti