Fótbolti

Guðbjörg fer til Algarve

Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, mun fara með íslenska landsliðinu til Algarve í næstu viku en hún hefur verið að glíma við veikindi og lá á sjúkrahúsi í marga daga í síðustu viku.

Íslenski boltinn

Eiður Smári skoraði á móti gömlu félögunum

Eiður Smári Guðjohnsen opnaði markareikninginn sinn hjá Club Brugge í kvöld þegar hann skoraði eitt marka liðsins í 3-0 sigri á hans gömlu félögum í Cercle Brugge í leik liðanna í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Fótbolti

Viðar Örn samdi við Fylkismenn

Viðar Örn Kjartansson skrifaði í kvöld undir þriggja ára samning við Fylki og mun því spila áfram í Pepsi-deildinni næsta sumar. Viðar hefur verið að leita sér að liði í efstu deild eftir að Selfoss féll úr deildinni síðasta haust. Þetta kemur fram á vefsíðunni fótbolti.net.

Íslenski boltinn

WBA vill halda Lukaku

Belginn ungi Romelu Lukaku hefur staðið sig afar vel með WBA í vetur en hann er þar í láni frá Chelsea. Þessi 19 ára strákur er þegar búinn að skora 12 mörk í vetur.

Enski boltinn

Drogba var löglegur

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur staðfest að Didier Drogba hafi verið löglegur í leiknum gegn Schalke í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Fótbolti

Reyndi að fótbrjóta Ronaldinho | Myndband

Brasilíski töframaðurinn Ronaldinho var heppinn að fótbrotna ekki þegar argentínski leikmaðurinn Biego Braghieri tæklaði hann með báðum fótum í leik Atletico Mineiro og Arsenal í brasilíska boltanum.

Fótbolti

Benitez: Þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af mér

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Chelsea, stýrði liði sínu inn í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar í kvöld en Chelsea vann þá 2-0 sigur á b-deildarliði Middlesbrough og tryggði sér leik á móti Manchester United í næstu umferð enska bikarsins.

Enski boltinn

Ólafur Ingi og félagar unnu toppslaginn

Ólafur Ingi Skúlason spilaði allan leikinn þegar Zulte-Waregem vann 1-0 útisigur á Anderlecht í toppslag belgísku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld en með þessum sigri minnkaði Zulte-Waregem forskot Anderlecht í sex stig.

Fótbolti

Beckham lagði upp mark fyrir Zlatan

Zlatan Ibrahimovic skoraði bæði mörk Paris Saint-Germain þegar liðið komst í átta liða úrslit frönsku bikarkeppninnar í kvöld eftir 2-0 sigur á Marseille á Parc des Princes.

Fótbolti

Jóhann Berg skoraði þegar AZ sló út Ajax

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar eru komnir í úrslitaleik hollensku bikarkeppninnar í fótbolta eftir 3-0 sigur á Ajax í Íslendingaslag í undanúrslitum keppninnar í kvöld. Jóhann Berg skoraði annað mark AZ í leiknum.

Fótbolti

Robben tryggði Bayern sæti í undanúrslitunum

Hollendingurinn Arjen Robben var hetja Bayern München í þýska bikarnum í kvöld þegar hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri á Borussia Dortmund í uppgjöri tveggja efstu liða þýsku deildarinnar í átta liða úrslitum bikarkeppninnar.

Fótbolti

John Carew fær ekki samning hjá Internazionale

John Carew, fyrrum leikmaður Aston Villa, Stoke City og West Ham United, fær eftir allt saman ekki tækifæri til að spila með ítalska félaginu Internazionale á þessu tímabili. Carew hefur ekki spilað fótbolta í tíu mánuði en var til reynslu hjá félaginu síðustu daga.

Fótbolti

Man. City til í að selja Nasri

Svo virðist vera sem Samir Nasri eigi ekki neina framtíð fyrir sér hjá Man. City. Hann hefur ekki staðið sig vel í vetur og stjóri liðsins, Roberto Mancini, efast um viðhorf leikmannsins til liðsins.

Enski boltinn