Fótbolti

Úrslitaleikur í Ólafsvík

Víkingur Ólafsvík mætir gríska liðinu Athina '90 í lokaleik H-riðils í undankeppni Futsal Cup kl. 20:00 í kvöld. Leikið verður í íþróttahúsinu á Ólafsvík.

Fótbolti

Erfitt verkefni í Belgíu

FH mætir K.R.C. Genk í síðari leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í dag. Belgarnir hafa tveggja marka forskot úr fyrri leiknum.

Fótbolti

Messi klikkaði á víti en Barca vann samt fyrsta titilinn

Barcelona landaði fyrsta titli tímabilsins í kvöld þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Atlético Madrid á heimavelli í seinni leik liðanna um spænska ofurbikarinn. Barcelona vann Ofurbikarinn á fleiri mörkum skoruðum á útivelli en Atlético Madrid endaði leikinn níu á móti ellefu því tveir leikmenn liðsins fengu að líta rauða spjaldið á lokamínútunum.

Fótbolti

Þessi lið verða í Meistaradeildar-pottinum á morgun

Í kvöld varð það endanlega ljóst hvaða 32 félög verða í pottinum þegar dregið verður í riðla í Meistaradeildinni á morgun. Fimm síðustu félögin tryggði sér farseðillinn í kvöld en í gær komust einnig fimm önnur félög áfram upp úr umspilinu.

Fótbolti

Mínútuklapp fyrir leik Liverpool og United

Einnar mínútu klapp verður fyrir leik Liverpool og Manchester United sem fram fer á Anfield á sunnudaginn en tilefnið mun vera að Bill Shankly, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool, hefði orðið 100 ára þann 1. september.

Enski boltinn

Harpa: Þetta er mitt besta tímabil

Harpa Þorsteinsdóttir hefur átt ótrúlegt tímabil með Stjörnunni og er að flestra, ef ekki allra, besti leikmaður tímabilsins. Hún brosti breitt eftir að Íslandsmeistaratitillinn var kominn í hús eftir 4-0 sigur á Val í Pepsi-deildinni í kvöld.

Íslenski boltinn

Þorlákur: Hef aldrei þjálfað svona lið

Það var stoltur og brosmildur þjálfari Stjörnunnar, Þorlákur Árnason, sem mætti blaðamanni skömmu eftir 4-0 sigur Stjörnunnar á Val í Pepsi-deild kvenna í Garðabænum í kvöld en liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með þessum sigri. Stjörnuliðið hefur sýnt fádæma yfirburði í sumar undir hans stjórn og er vel að Íslandsmeistaratitlinum komið.

Íslenski boltinn

AC Milan og Celtic í riðlakeppni Meistaradeildarinnar

Ítalska stórliðið AC Milan var eitt af fimm liðum sem tryggðu sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld en hin voru Viktoria Plzen frá Tékklandi, Zenit St. Petersburg frá Rússlandi, Real Sociedad frá Spáni og Celtic frá Skotlandi. Celtic-menn tryggði sér sætið á dramatískan hátt í uppbótartíma.

Fótbolti

Rúnar fékk fáar mínútur en minnti á sig

Rúnar Már Sigurjónsson og félagar í Sundsvall gerðu 2-2 jafntefli við Ängelholm í sænsku b-deildinni í fótbolta í kvöld. Ängelholm komst tvisvar yfir í leiknum en Sundsvall náði að jafna í bæði skiptin.

Fótbolti

Sampdoria að stela Birki af Sassuolo

Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason er nálægt því að ganga til liðs við ítalska úrvalsdeildarfélagið Sampdoria samkvæmt fréttum á ítölskum netmiðlum í kvöld. Birkir vildi samt ekki tjá sig um stöðu mála þegar Vísir heyrði í honum og sagði að málið væri á viðkvæmu stigi.

Fótbolti

Sigurmark á síðustu stundu

Hallgrímur Jónasson og félagar hans í SönderjyskE komust naumlega áfram í danska bikarnum í kvöld eftir 1-0 útisigur á C-deildarliðinu Boldklubben 1908 en leikurinn fór fram á Amager.

Fótbolti