Fótbolti

Juventus á eftir Januzaj

Það gæti orðið erfitt fyrir Man. Utd að halda Belganum efnilega, Adnan Januzaj, hjá félaginu. Leikmaðurinn er ekki sáttur við fá tækifæri og Juventus er nú á eftir honum.

Enski boltinn

Neymar og Messi skoruðu báðir í sigri Barcelona

Barcelona hélt áfram sigurgöngu sinni í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið vann 4-1 heimasigur á Real Sociedad í sjöttu umferð tímabilsins. Barca er með fullt hús og 22 mörk í fyrstu sex leikjum sínum. Neymar skoraði sitt fyrsta deildarmark í kvöld og þetta var ennfremur fyrsti leikur liðsins þar sem hann og Lionel Messi skora báðir.

Fótbolti

Fórnaði tönnunum til að stöðva skyndisókn | Myndband

Það verður ekki tekið af argentínska knattspyrnumanninum Gaspar Iniguez að hann fórnar sér fyrir liðið. Það sannaði hann í leik með liði sínu, Argentinos Juniors, gegn Boca Juniors um helgina. Þá fór hann með hausinn í tæklingu til þess að stöðva skyndisókn. Sú fórn var ekki lítil.

Fótbolti

Mata verður að treysta Mourinho

Spænski landsliðsmaðurinn Juan Mata hefur mátt sætta sig við ansi mikla bekkjarsetu hjá Chelsea í vetur og það hefur komið mörgum á óvart. Hann fær þó að spila í kvöld er Chelsea leikur gegn Swindon í deildabikarnum.

Enski boltinn

„Ætlum upp næsta sumar“

Víkingar frá Ólafsvík segjast vera brotnir en ekki bugaðir eftir fall úr Pepsi-deildinni. Þeir hafa sett stefnuna beint upp aftur næsta sumar. Reksturinn stóð undir sér og Ejub Purisevic verður áfram þjálfari félagsins.

Íslenski boltinn

Magnaðar vörslur Mignolet

Simon Mignolet bauð upp á stórkostleg tilþrif í búrinu þegar Liverpool fékk Southampton í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina.

Enski boltinn

Wenger mun nota Bendtner á miðvikudaginn

Nicklas Bendtner hefur verið leikmaður Arsenal í meira en tvö ár án þess að ná því að spila fyrir félagið en það breytist væntanlega á miðvikudagskvöldið. BBC segir að Arsene Wenger ætli að spila danska framherjanum í enska deildabikarnum.

Enski boltinn

Skortur á unglingastarfi hamlar þátttöku KV í 1. deildinni

Knattspyrnufélag Vesturbæjar, KV, tryggði sér sæti í 1. deild karla í fótbolta um helgina þegar liðið varð í öðru sæti í 2. deildinni en KV og HK unnu sér þá sæti í 1. deildinni. Það eru talsverðar kröfur settar á félög sem spila í 1. deild og þurfa þau öll að standast leyfiskerfi KSÍ.

Íslenski boltinn

Ein sú besta í heimi dæmir hjá íslensku stelpunum

Þýski dómarinn Bibiana Steinhaus verður með flautuna þegar Ísland tekur á móti Sviss á fimmtudaginn í fyrsta leik sínum í undankeppni HM kvenna í fótbolta 2015. Leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum og verður fyrsti leikur íslensku stelpnanna undir stjórn Freys Alexanderssonar.

Fótbolti

Balotelli fékk þriggja leikja bann

Mario Balotelli, framherji AC Milan í ítalska fótboltanum, missir af næstu þremur leikjum liðsins en hann fékk þrjá leiki í bann fyrir framkomu sína í gærkvöldi.

Fótbolti