Fótbolti

Heerenveen tapaði í Utrecht

Utrecht skellti Heerenveen 2-0 á heimavelli í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Alfreð Finnbogason lék allan leikinn fyrir Heerenveen.

Fótbolti

Tryggvi Sveinn Bjarnason í Fram

Framarar styrktu hjá sér vörnina í dag þegar miðvörðurinn Tryggvi Sveinn Bjarnason skrifaði undir þriggja ára samning við Safamýrarliðið. Tryggvi verður langreynslumesti nýliðinn í Framliðinu í Pepsi-deild karla í fótbolta næsta sumar.

Íslenski boltinn

Halmstad fer í umspilið

Sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta lauk í dag með heillri umferð. Kristinn Steindórsson og félagar í Hamlstad þurfa að fara í umspil um laust sæti í úrvalsdeildinni eftir að liðinu mistókst að vinna Brommapojkarna á heimavelli.

Fótbolti

Hellas Verona með góðan sigur

Emil Hallfreðsson og félagar í Hellas Verona eru aftur komnir í fimmta sæti ítölsku A-deildarinnar í fótbolta eftir 2-1 sigur á Cagliari á heimavelli í dag.

Fótbolti

Jol óttast ekki að verða rekinn

Martin Jol framkvæmdarstjóri enska úrvalsdeildarliðsins Fulham óttast ekki að verða rekinn frá félaginu en liðið hefur aðeins náð í tíu stig í fyrstu tíu leikjum sínum á tímabilinu og tapað þremur leikjum í röð.

Enski boltinn

Garcia: Metið hefur ekki áhrif á Roma

Ítalska stórliðið Roma hefur sett met í ítölsku A-deildinni í fótbolta með því að vinna tíu fyrstu leiki sína á tímabilinu. Rudi Garcia þjálfari liðsins segir enga ástæðu til að missa sig yfir því og leikmenn liðsins séu kyrfilega á jörðinni þrátt fyrir frábæran árangur í upphafi leiktíðar.

Fótbolti

Eriksson: Ég átti að taka við af Ferguson 2002

Sænski knattspyrnuþjálfarinn Sven Göran Eriksson segist hafa átt að taka við Sir Alex Ferguson sem þjálfari Manchester United sumarið 2002 áður en Ferguson hætti við að hætta með liðið og ákvað að þjálfa liðið í rúman áratug í viðbót.

Enski boltinn

Rodgers gagnrýnir Atkinson

Brendan Rodgers þjálfari Liverpool var allt annað en sáttur við dómarann Martin Atkinson dómara vegna þess að mark Jordan Henderson fékk ekki að standa í leik Arsenal og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Enski boltinn

Atletico Madrid heldur sínu striki

Atletico Madrid vann þriðja leikinn í röð í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar liðið lagði Athletic Bilbao 2-0 í Madrid. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik.

Fótbolti

Cardiff vann baráttuna um Wales

Steven Caulker var hetja Cardiff sem lagði Swansea 1-0 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Caulker skoraði sigurmarkið með skalla eftir hornspyrnu Craig Bellamy.

Enski boltinn

Markalaust á Goodison Park

Everton og Tottham sættust á skiptan hlut þegar liðin gerðu markalaust jafntefli á Goodison Park í Liverpool í dag. Gylfi Sigurðsson kom inn á sem varamaður í leiknum.

Enski boltinn

Jóhann Berg skoraði í sigri AZ

Jóhann Berg Guðmundsson skoraði seinna mark AZ Alkmaar þegar liðið vann 2-0 sigur á ADO Den Haag og komst í efsta sætið í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Fótbolti

Guðlaugur Victor lagði upp mark í endurkomu NEC

Guðlaugur Victor Pálsson og félagar í NEC Nijmegen lentu 2-0 undir í fyrri hálfleik á útivelli á móti toppliði Twente en tókst samt á fá eitthvað út úr leiknum. Twente og NEC gerðu 2-2 jafntefli í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Fótbolti

Rúrik lagði upp mark í stórsigri FCK

FC Kaupmannahöfn komst upp í þriðja sæti dönsku úrvaldsdeildarinnar í fótbolta, í bili að minnsta kosti, eftir 4-0 heimasigur á Nordsjælland í dag. Kaupmannahafnarliðið var í 8. sæti fyrir leikinn.

Fótbolti