Enski boltinn

Keegan fundar með Newcastle

Forráðamenn Newcastle funda nú með Kevin Keegan til að reyna að greiða úr framtíð knattspyrnustjórans hjá félaginu. Hann hefur hvorki sagt upp störfum né verið rekinn eins og fram kom í enskum fjölmiðlum í gær.

Enski boltinn

Gerrard ætti að ná leiknum við United

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segist vongóður um að fyrirliðinn Steven Gerrard verði búinn að ná sér af nárameiðslum sínum þegar liðið mætir erkifjendum sínum í Manchester United þann 13. september.

Enski boltinn

Berbatov: Var ekki að eltast við peninga

Framherjinn Dimitar Berbatov segir að hann hafi ekki verið að eltast við peninga þegar hann ákvað að ganga í raðir Manchester United - hann hafi fyrst og fremst langað að spila fyrir stærsta knattspyrnufélag í heimi.

Enski boltinn

West Ham að styrkja sig

West Ham hefur fengið ítalska sóknarmanninn David di Michele og Kongómanninn Herita Ilunga á lánssamningum út tímabilið. Enska knattspyrnusambandið á þó enn eftir að staðfesta skiptin.

Enski boltinn

Framtíð Keegan í óvissu - Hefur ekki verið rekinn

Framtíð Kevin Keegan sem knattspyrnustjóri Newcastle er í mikilli óvissu. Samkvæmt heimildum enskra fjölmiðla er Keegan hættur hjá félaginu. Stjórn Newcastle hefur hinsvegar sent frá sér yfirlýsingu þar sem sagt er að hann hafi ekki verið rekinn.

Enski boltinn

Leikmenn keyptir fyrir 75 milljarða

Félögin í ensku úrvalsdeildinni settu nýtt met í sumar þegar keyptir voru leikmenn fyrir 75 milljarða króna. Þetta er um 5 milljörðum hærri tala en verslað var fyrir í síðasta glugga.

Enski boltinn

Riise skrifaði stuðningsmönnum Liverpool

Norðmaðurinn John Arne Riise hefur ritað stuðningsmönnum Liverpool opið bréf sem birtist á heimasíðu félagsins. Þar þakkar varnarmaðurinn "bestu stuðningsmönnum í heimi" fyrir stuðninginn í þau sjö ár sem hann spilaði með Liverpool.

Enski boltinn

Ramos ósáttur við félagaskiptagluggann

Juande Ramos, stjóri Tottenham, segir að félagaskiptaglugginn á Englandi ætti að lokast fyrir byrjun keppnistímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir hann hafa truflandi áhrif á lið og leikmenn í deildinni.

Enski boltinn

Xisco til Newcastle

Sóknarmaðurinn Francisco Jiménez Tejada, betur þekktur sem Xisco, hefur skrifað undir fimm ára samning við Newcastle. Xisco er 22 ára en hann er fyrrum U21 landsliðsmaður Spánar.

Enski boltinn

Higginbotham til Stoke

Varnarmaðurinn Danny Higginbotham er genginn í raðir Stoke City frá Sunderland. Þessi 29 ára leikmaður kom til Sunderland frá Stoke fyrir síðasta tímabil en gerði þar stutt stopp.

Enski boltinn

Riera kominn til Liverpool

Albert Riera er formlega orðinn leikmaður Liverpool en þessi vinstri kantmaður hefur skrifað undir samning til fjögurra ára. Kaupverðið er talið um átta milljónir punda en Riera kemur frá Espanyol.

Enski boltinn

Ryan Donk til WBA

West Bromwich Albion hefur fengið hollenska varnarmanninn Ryan Donk lánaðan frá AZ Alkmaar út tímabilið. Donk er 22 ára og hefur honum oft verið líkt við Jaap Stam sem gerði garðinn frægan hjá Manchester United.

Enski boltinn

Viktor Unnar í utandeildina

Sóknarmaðurinn Viktor Unnar Illugason hefur verið lánaður frá Reading til enska utandeildarliðsins Eastbourne Borough í einn mánuð. Viktor er 18 ára gamall.

Enski boltinn

Drogba spilar í kvöld

Framherjinn Didier Drogba mun í kvöld spila sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar hann verður í varaliði Chelsea sem mætir Arsenal í kvöld.

Enski boltinn

Saha til Everton

Everton hefur gengið frá tveggja ára samningi við franska framherjann Louis Saha hjá Manchester United. Saha hefur aldrei náð sér almennilega á strik síðan hann gekk í raðir United árið 2004, en hann hefur átt við erfið meiðsli að stríða.

Enski boltinn