Enski boltinn

City féll úr bikarnum

Milljarðamæringar Manchester City máttu í kvöld bíta í það súra epli að falla út úr enska deildarbikarnum gegn Brighton. Staðan var jöfn 2-2 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu, en Brighton liðið sem spilar í þriðju efstu deild á Englandi, reyndist sterkara í vítakeppninni.

Enski boltinn

Wilshere minnir á Liam Brady

Arsene Wenger var ekki spar á stóru orðin þegar hann lýsti leik hins unga Jack Wilshere eftir frammistöðu hans með Arsenal í 6-0 sigri á Sheffield United í enska deildarbikarnum í gær.

Enski boltinn

Mineiro til Chelsea

Chelsea gekk í dag formlega frá samningi við miðjumanninn Mineiro sem var með lausa samninga eftir að hafa verið á mála hjá Hertha Berlin á síðustu leiktíð.

Enski boltinn

Possebon óbrotinn

Rodrigo Possebon hjá Manchester United er ekki fótbrotinn eftir skelfilega tæklingu sem hann varð fyrir í leik liðsins gegn Middlesbrough í gær eins og óttast var í fyrstu.

Enski boltinn

Brynjar lék í tapi Reading

Íslendingaliðið Reading er úr leik í ensku deildabikarkeppninni eftir að hafa tapað fyrir Stoke í vítaspyrnukeppni. Staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu.

Enski boltinn

Ronaldo skoraði í sigri United

Manchester United er komið áfram í enska deildabikarnum eftir 3-1 sigur á Middlesbrough á Old Trafford í kvöld. Englands- og Evrópumeistararnir féllu í fyrra út gegn Coventry á þessu stigi deildabikarsins.

Enski boltinn

Ungt lið Arsenal með kennslustund

Ungt lið Arsenal sýndi hreint frábær tilþrif þegar liðið tók Sheffield United í kennslustund og vann 6-0 sigur. Með þessum sigri komst Arsenal í fjórðu umferð ensku deildabikarkeppninnar.

Enski boltinn

Drogba kátur með lífið hjá Chelsea

Didier Drogba segist vera þreyttur á þeim sögusögnum að hann sé ekki ánægður í herbúðum Chelsea. Sóknarmaðurinn sterki hefur reglulega verið orðaður við önnur lið síðan Jose Mourinho hætti með Chelsea.

Enski boltinn

Owen saknar Keegan

Michael Owen viðurkennir að bæði hann og liðsfélagar hans sakni Kevin Keegan sem sagði starfi sínu lausu sem knattspyrnustjóri Newcastle í upphafi mánaðarins.

Enski boltinn

Eignast Nígeríumenn Newcastle?

Fjárfestar í Nígeríu hafa í hyggju að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle samkvæmt fréttum í Afríku. Mike Ashley, eigandi Newcastle, tilkynnti fyrr í þessum mánuði að hann væri tilbúinn að selja félagið.

Enski boltinn