Enski boltinn

Neill til liðs við Harry Kewell hjá Galatasaray

Ástralski varnarmaðurinn Lucas Neill er farinn frá enska liðinu Everton til Galatasaray í Tyrklandi en þetta kom fram á heimasíðu tyrkneska liðsins í dag. Neill kom til Everton frá West Ham fyrir tímabilið og gerði eins árs samning.

Enski boltinn

Shane Long: Áttum skilið að vinna

Shane Long, leikmaður Reading, kom mikið við sögu í leiknum gegn Liverpool í kvöld. Hann fiskaði vítið sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði úr og stangaði síðan snilldarsendingu Brynjars Björns Gunnarssonar í netið. Það var sigurmark leiksins.

Enski boltinn

Mancini ræddi við alla ítölsku stjórana nema Capello

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur byrjað frábærlega með City-liðið en undir hans stjórn hefur liðið unnið fyrstu fjóra leiki sína með markatölunni 10-1. Það hefur hjálpað Mancini að aðlagast enska boltanum að hann leitaði góðra ráða frá löndum sínum í Englandi áður en hann fór til Manchester.

Enski boltinn

Rafael Benitez: Eccleston getur átt bjarta framtíð

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, hefur trú á hinum 19 ára gamla framherja Nathan Eccleston sem skrifaði undir samning við enska liðið í vikunni. Eccleston er í hópi nokkra ungra leikmanna sem hafa fengið tækifæri hjá Spánverjanum á þessu tímabili.

Enski boltinn

Hefur Arsene Wenger áhuga á Louis Saha?

Louis Saha gæti verið á leiðinni til Arsenal fari ekki að koma niðurstaða í samningarviðræður hans og Everton en Saha vill fá 60 þúsund pund á viku fyrir þriggja ára samning. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur hrósað landa sínum og Telegraph segir hann vilja kaupa Saha til Arsenal.

Enski boltinn

Ferguson áfram á skilorði

Enska knattspyrnusambandið mun ekki refsa Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, vegna ummæla hans um Mark Clattenburg dómara eftir leik United og Birmingham.

Enski boltinn

Campbell á leið til Arsenal á ný

Sol Campbell virðist vera búinn að finna sér nýjan stað til þess að spila fótbolta. Hann verður á kunnuglegum slóðum enda búist við því að hann semji við sitt gamla félag, Arsenal.

Enski boltinn

Aron Einar: Ekki leiðinlegt að taka bæði Emma og Hemma

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Coventry taka í kvöld á móti öðru Íslendingaliði í ensku bikarkeppninni þegar Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth koma í heimsókn. Þetta er endurtekinn leikur þar sem fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Leikurinn í kvöld verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsendinginn klukkan 19.35.

Enski boltinn

Engin pressa á Adebayor að koma strax til baka

Emmanuel Adebayor, fyrirliði Tógó, fær eins mikinn tíma og hann þarf til að jafna sig á skotárásinni sem rúta landsliðs hans varð fyrir á föstudaginn. Þátttöku Tógó í Afríkukeppninni er lokið en Manchester City er ekki að pressa á að Adebayor komi strax til baka.

Enski boltinn

Edwin Van der Sar farinn að æfa á nýjan leik

Edwin van der Sar er farinn af stað á ný eftir að eiginkona hans fékk heilablóðfall í síðasta mánuði. Hollenski markvörðurinn mætti á sína fyrstu æfingu í gær en hann hefur ekki spilað fyrr en hann meiddist á hné í leik á móti Everton 21. nóvember.

Enski boltinn