Sport

Enski boltinn: Öll mörkin úr leikjum helgarinnar

Að venju var mikið um að vera í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina og spennan magnast fyrir lokakaflann. Öll mörkin úr leikjum helgarinnar eru nú aðgengileg á sjónvarpshlutanum á visir.is en Manchester United er efst í deildinni með 69 stig eftir 2-0 sigur gegn Fulham um helgina og Arsenal kemur þar á eftir með 62 stig en á leik til góða á Man Utd. Einn leikur fer fram í kvöld þar sem að Liverpool tekur á móti Manchester City og hefst leikurinn kl.19.00.

Enski boltinn

NBA: Meistaralið Lakers tapaði fimmta leiknum í röð

Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gær en deildarkeppninni fer senn að ljúka og verða síðustu leikirnir á miðvikudag. Úslitakeppnin er handan við hornið og liðin sem þangað eru komin keppast nú við að sýna andlegan styrk sinn á lokasprettinum. Chicago lagði Orlando á útivelli i gær 102-99, Miami átti ekki í vandræðum með Boston á heimavelli 100-77, og það vekur kannski mesta athygli að Oklahoma rúllaði meistaraliði Lakers upp á útivelli 120-106 – en þetta er fimmti tapleikur Lakers í röð.

Körfubolti

Teitur: Skrítið að fara í svona langt frí

Stjarnan gerði sér lítið fyrir og sópaði Íslandsmeisturum Snæfells í frí á lokadegi síðasta mánaðar. Síðan þá hafa Teitur Örlygsson og lærisveinar hans fylgst með rimmu KR og Keflavíkur af hliðarlínunni og beðið eftir því að fá að spila á nýjan leik. Biðinni löngu er lokið því KR tekur á móti Stjörnunni klukkan 19.15 í kvöld í fyrsta leik liðanna um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn.

Körfubolti

Guðný fór á kostum gegn Fram - myndir

Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, er á góðri leið með að tryggja sínu liði Íslandsmeistaratitilinn í handbolta en hún hefur farið algjörlega á kostum í fyrstu leikjum úrslitaeinvígisins gegn Fram.

Handbolti

Nú losar Sky sig við Rooney

Vafasöm hegðun Wayne Rooney heldur áfram að draga dilk á eftir sér. Coca-Cola hefur þegar sagt skilið við Rooney og nú hefur Sky-sjónvarpsstöðin gert slíkt hið sama.

Enski boltinn

Masters: Charl Schwartzel sigraði á ótrúlegum lokadegi

Það er óhætt að segja að Mastersmótið 2011 fari í sögubækurnar fyrir einn mest spennandi lokahring sögunnar. Charl Schwartzel frá Suður-Afríku kom öllum á óvart með því að landa sigri á þessu fyrsta risamóti ársins en hann hefur aldrei sigrað á PGA-móti á ferlinum. Lokarhringurinn var ótrúlegur en um tíma virtust 9-10 kylfingar eiga möguleika á því að klæðast græna jakkanum.

Golf

Kroenke að eignast Arsenal

Samkvæmt heimildum Sky Sports þá er Bandaríkjamaðurinn Stan Kroenke við það að ná yfirtökum í Arsenal. Kroenke er fyrir stærsti einstaki hluthafi félagsins. Kroenke á 29,9 prósent í félaginu og ef hann kaupir tæpt prósent í viðbót þá hefur myndast yfirtökuskylda.

Enski boltinn

Einar: Lykilmenn þurfa að stíga upp

Fram tapaði, 20-19, í dag gegn Val í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í N1-deild kvenna. Staðan er því 2-0 í einvíginu og útlitið orðið virkilega dökkt fyrir Safamýrastúlkur.

Handbolti

Jenný: Þetta er langt frá því að vera búið

„Ég er ofboðslega fegin að hafa náð að landa þessu í lokin,“ Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, eftir sigurinn í dag. Guðný gerði sér lítið fyrir og varði 28 skot í leiknum í dag. Valsstúlkur unnu leikinn 20-19 og leiða einvígið um Íslandsmeistaratitilinn 2-0.

Handbolti

Valur kominn í 2-0 gegn Fram

Kvennalið Vals er aðeins einum sigri frá því að verja Íslandsmeistaratitil sinn í handbolta. Valur vann annan leik sinn í úrslitum gegn Fram, 19-20, í dag og leiðir einvígið, 2-0.

Handbolti

Redknapp reyndi að krækja í Rio Ferdinand

Harry Redknapp, framkvæmdarstjóri Tottenham, hefur nú viðurkennt að hann hafi reynt að semja við Rio Ferdinand, fyrirliða, Manchester United, síðastliðið sumar. Redknapp telur að liðinu skorti reynslu og leikmenn með leiðtogahæfileika.

Enski boltinn

Einar Jónsson: Stelpurnar eru klárar í slaginn

Fram tekur í dag á móti Val í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn, en leikurinn fer fram kl 16:00 í Safamýrinni. Valur bar sigur úr býtum á föstudagskvöldið 24-20 og leiðir einvígið 1-0. Þetta er því gríðarlega mikilvægur leikur fyrir Safamýrastúlkur.

Handbolti

Luca Toni kom Juventus til bjargar gegn Genoa

Juventus vann góðan sigur, 3-2, gegn Genoa í ítölsku A-deildinni í dag. Juventus hefur gengið nokkuð illa í vetur en liðið er í 7. sæti deildarinnar með 51 stig eftir sigurinn. Genoa er enn í 12. sætinu með 39 stig.

Fótbolti

Masters: Rástímar á lokadeginum

Úrslitin á Mastersmótinu í golfi ráðast í dag og síðasta ráshópur fer af stað kl. 18.40 að íslenskum tíma. Rory McIlroy frá Norður-Írlandi er með fjögurra högga forskot en hann er samtals á 12 höggum undir pari en fjórir kylfingar eru jafnir á -8 í 2.-5. sæti.

Golf

Róbert flopp ársins samkvæmt handball-planet.com

Landsliðsmaðurinn Róbert Gunnarsson fær þann vafasama heiður að vera valinn flopp ársins í handboltaheiminum samkvæmt úttekt handball-planet.com. Þetta er topp tíu listi yfir leikmenn sem fundu sig ekki hjá nýjum félögum í Evrópu.

Handbolti

Vettel vann annan sigurinn í röð

Sebastian Vettel hjá Red Bull vann sinn annan sigur inn í röð á árinu, með því að koma fyrstur í endamark í Formúlu 1 mótinu á Sepang brautinni í Malasíu í dag. Hann varð á undan Jenson Button á McLaren, en Nick Heidfeld á Renault varð þriðji. Vettel vann einnig fyrsta mót ársins í Ástralíu.

Formúla 1

Bayern rak Van Gaal

Þýska stórliðið FC Bayern rak í dag þjálfarann sinn, Louis Van Gaal. Hann er rekinn degi eftir að liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Nurnberg og staða liðsins á að ná Meistaradeildarsæti er ekki nógu góð.

Fótbolti