Sport

Rooney með 19 á bringunni

Wayne Rooney hélt upp á meistaratitilinn í dag með því að raka sig af sér bringuhárin nema þau sem mynda töluna nítján eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Enski boltinn

Rooney: Frábær tilfinning

Wayne Rooney, hetja Manchester United í dag, segir að það hafi verið frábær tilfinning að fá að tryggja sínum mönnum nítjánda meistaratitil félagsins frá upphafi.

Enski boltinn

Landsliðsþjálfarinn kitlar

Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni, átti nýverið í viðræðum við þýska handknattleikssambandið um að taka við starfi landsliðsþjálfara þar í landi. Dagur segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi ekki heyrt meira af málinu síðan þá.

Handbolti

Er 35 ára bið Man. City á enda?

35 ára bið Manchester City eftir titli gæti lokið í dag þegar liðið mætir Stoke City í úrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley. Flestir spá Manchester-liðinu sigri í leiknum enda er það með talsvert sterkara lið á pappírnum fræga. Sá pappír telur aftur á móti ekki neitt þegar út á völlinn er komið og það veit Roberto Mancini, stjóri Manchester City.

Enski boltinn

Sigurður Ragnar: Verður sumar ungu stelpnanna

Valskonur hafa unnið Íslandsmeistarabikarinn fimm ár í röð og tvöfalt undanfarin tvö tímabil. Stóra spurningin fyrir tímabilið í Pepsi-deild kvenna er því eins og áður hvort að einhverju lið takist að velta Valsstúlkum af toppnum. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur fylgst vel með undirbúningstímabilinu og hann hefur mikla trú á því að Stjörnustúlkur geti gert titilbaráttuna virkilega spennandi í sumar.

Íslenski boltinn

Van Basten orðaður við Chelsea

Enskir fjölmiðlar fullyrða að Hollendingurinn Marco van Basten sé einn þeirra sem komi hvað helst til greina sem eftirmaður núverandi knattspyrnustjóra Chelsea, Carlo Ancelotti.

Enski boltinn

Kristrún í Val

Ein af sterkari körfuboltakonum landsins, Kristrún Sigurjónsdóttir, hefur ákveðið að söðla um og er genginn í Val frá Hamri. Kristrún skrifaði undir tveggja ára samning við Valsmenn.

Körfubolti

Schumacher sigursælastur á Spáni

Fimmta umferð Formúlu 1 meistaramótsins er um aðra helgi á Spáni og Mercedes liðið ætlar sér góðan árangur, eftir að liðinu óx nokkuð ásmeginn í síðustu keppni. Michale Schumacher hefur oftast unnið á brautinni, eða sex sinnum en hann ekur Mercedes.

Formúla 1