Sport

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Snæfell 68-73

Snæfell bar sigur, 73-68, úr býtum gegn Stjörnunni í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins en hvorugt liðið náði sér almennilega á strik í leiknum. Snæfellingar voru skrefinu á undan í síðari hálfleiknum og það skilaði þeim áfram í 8-liða úrslitin. Pálmi Freyr Sigurgeirsson var atkvæðamestur í liði Snæfells í leiknum með 23 stig. Keith Cothran gerði 19 stig í liði Stjörnunnar.

Körfubolti

Atlanta stöðvar öll stórliðin

Atlanta Hawks heldur áfram að koma skemmtilega á óvart í NBA-deildinni. Í nótt batt liðið enda á sex leikja sigurgöngu Chicago en Atlanta var einnig fyrsta liðið til þess að vinna Miami í vetur.

Körfubolti

Servíettan sem breytti sögu Barcelona

Ferill Lionel Messi hjá Barcelona hófst með því að skrifað var undir samning á servíettu. Þessi servíetta hefur breytt sögu Barcelona enda gengi liðsins með Messi fremstan í flokki verið ótrúleg.

Fótbolti

Gomez fer alltaf á salernið lengst til vinstri

Þýski framherjinn Mario Gomez hjá Bayern Munchen átti ótrúlegt ár þar sem hann skoraði 50 mörk fyrir Bayern og þýska landsliðið. Hann er með eitt mark að meðaltali í leik í Meistaradeildinni og næstum með sama meðaltal í deildinni þar sem hann hefur skorað 16 mörk í 17 leikjum.

Fótbolti

Manchester United sló granna sína í City út úr enska bikarnum

Manchester-liðin mættust í 3. umferð enska bikarsins á City of Manchester vellinum í dag. Þeir rauðklæddu náðu að innbyrða góðan sigur, 3-2, í hreint mögnuðum leik en Manchester United var 3-0 yfir í hálfleik en heimamenn gáfust aldrei upp. City kom til baka í þeim síðari og skoruðu tvö mörk en það dugði ekki til og því féllu bikarmeistararnir úr leik.

Enski boltinn

Ipswich losar sig við Ívar

Paul Jewell, stjóri Ipswich, sagði fyrir helgi að það hefðu verið mistök að fá Ívar Ingimarsson til félagsins. Jewell fylgdi þeim ummælum eftir með því að losa sig við Ívar í dag.

Enski boltinn

Malaga safnar liði

Spænska liðið Malaga ætlar að bjóða Borussia Dortmund 10 milljónir evra fyrir paragvæska framherjann Lucas Barrios.

Fótbolti

Sigur á Slóvenum | Aftur stórleikur hjá Guðjóni Val

Ísland vann góðan sigur á Slóveníu, 29-26, þegar liðin mættust á æfingamóti í Danmörku. Staðan í hálfleik var jöfn 13-13. Þetta var annar leikur Íslands á mótinu en strákarnir gerðu jafntefli við Pólland í gær. Lokaleikur strákanna er gegn Dönum á morgun.

Handbolti