Framkvæmdastjóri HB Granda neitar að áhöfn togara hafi verið sagt upp Sveinn Arnarsson skrifar 2. nóvember 2018 08:00 Koma þriggja nýrra skipa setur framtíð Helgu Maríu í mikla óvissu, segir Ægir Páll, nýr framkvæmdastjóri HB Granda. vísir/eyþór Skipverjum á Helgu Maríu, AK-16, togara í eigu HB Granda, hefur verið tjáð að þeim verði sagt upp á næstu vikum samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Framkvæmdastjóri HB Granda, segir engan hafa fengið uppsagnarbréf enn þá en framtíðaráform um rekstur skipsins eru óráðin. Áhöfnin hélt út á þriðjudag til veiða en áður en skipið hélt til veiða var haldinn starfsmannafundur um borð. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var starfsmönnum þar gert ljóst að skipið yrði aflagt á næstu vikum. Þegar Fréttablaðið náði tali af Ægi Páli Friðbertssyni, framkvæmdastjóra HB Granda, vildi hann ekki kannast við að mönnum hefði verið sagt upp á skipinu og að enginn hafi fengið uppsagnarbréf. „Af hverju ertu að spyrja? Það hefur engum mér vitanlega verið sagt upp enn þá á Helgu Maríu,“ segir Ægir Páll. Hann staðfesti hins vegar að starfsmannafundurinn hefði átt sér stað þar sem farið hefði verið yfir stöðuna með skipverjum. „Fundurinn á þriðjudaginn snerist um það að Grandi er búinn að taka í notkun á síðasta ári þrjú ný og afkastamikil ísfisksskip og í framhaldi af því munum við skoða rekstur þessa skips sem er elsta skipið í flotanum okkar.“ Ægir segir það munu svo koma í ljós hvort sjómönnum verði sagt upp eða ekki. Hann segir það ljóst að ekki sé búið að segja upp nokkrum manni. „Það er ekki búið að taka ákvörðun um að setja skipið á sölu og ekki búið að taka ákvörðun um hvenær skipið verður stöðvað en framtíðarrekstur þess er til skoðunar. Hvort mönnum verður sagt upp eða ekki mun svo koma á daginn,“ segir Ægir. HB Grandi sagði einnig upp starfsfólki í vinnslu bæði á Akranesi og á Vopnafirði fyrir örfáum dögum. AFL starfsgreinafélag á Austurlandi sendi vegna þessa frá sér yfirlýsingu og harmaði uppsagnirnar eystra. Þar hafi flestir sem misst hafa vinnuna verið íbúar Bakkafjarðar af erlendu bergi brotnir. Akranes Birtist í Fréttablaðinu Brim Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir 12,3 milljarða salan á Ögurvík blásin af Útgerðarfélag Reykjavíkur (ÚR), sem áður hét Brim, hefur tekið ákvörðun um að hætta við söluna á Ögurvík til HB Granda. 9. október 2018 10:32 Hópuppsagnir hjá HB Granda Ellefu starfsmönnum frystihúss HB Granda á Vopnafirði var sagt upp störfum í dag. 30. október 2018 15:23 HB Grandi segir upp fleiri starfsmönnum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að með uppsögnunum nú sé nánast ekkert eftir af útgerðinni Haraldi Böðvarssyni hf., öðrum forvera HB Granda. 31. október 2018 18:21 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Skipverjum á Helgu Maríu, AK-16, togara í eigu HB Granda, hefur verið tjáð að þeim verði sagt upp á næstu vikum samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Framkvæmdastjóri HB Granda, segir engan hafa fengið uppsagnarbréf enn þá en framtíðaráform um rekstur skipsins eru óráðin. Áhöfnin hélt út á þriðjudag til veiða en áður en skipið hélt til veiða var haldinn starfsmannafundur um borð. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var starfsmönnum þar gert ljóst að skipið yrði aflagt á næstu vikum. Þegar Fréttablaðið náði tali af Ægi Páli Friðbertssyni, framkvæmdastjóra HB Granda, vildi hann ekki kannast við að mönnum hefði verið sagt upp á skipinu og að enginn hafi fengið uppsagnarbréf. „Af hverju ertu að spyrja? Það hefur engum mér vitanlega verið sagt upp enn þá á Helgu Maríu,“ segir Ægir Páll. Hann staðfesti hins vegar að starfsmannafundurinn hefði átt sér stað þar sem farið hefði verið yfir stöðuna með skipverjum. „Fundurinn á þriðjudaginn snerist um það að Grandi er búinn að taka í notkun á síðasta ári þrjú ný og afkastamikil ísfisksskip og í framhaldi af því munum við skoða rekstur þessa skips sem er elsta skipið í flotanum okkar.“ Ægir segir það munu svo koma í ljós hvort sjómönnum verði sagt upp eða ekki. Hann segir það ljóst að ekki sé búið að segja upp nokkrum manni. „Það er ekki búið að taka ákvörðun um að setja skipið á sölu og ekki búið að taka ákvörðun um hvenær skipið verður stöðvað en framtíðarrekstur þess er til skoðunar. Hvort mönnum verður sagt upp eða ekki mun svo koma á daginn,“ segir Ægir. HB Grandi sagði einnig upp starfsfólki í vinnslu bæði á Akranesi og á Vopnafirði fyrir örfáum dögum. AFL starfsgreinafélag á Austurlandi sendi vegna þessa frá sér yfirlýsingu og harmaði uppsagnirnar eystra. Þar hafi flestir sem misst hafa vinnuna verið íbúar Bakkafjarðar af erlendu bergi brotnir.
Akranes Birtist í Fréttablaðinu Brim Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir 12,3 milljarða salan á Ögurvík blásin af Útgerðarfélag Reykjavíkur (ÚR), sem áður hét Brim, hefur tekið ákvörðun um að hætta við söluna á Ögurvík til HB Granda. 9. október 2018 10:32 Hópuppsagnir hjá HB Granda Ellefu starfsmönnum frystihúss HB Granda á Vopnafirði var sagt upp störfum í dag. 30. október 2018 15:23 HB Grandi segir upp fleiri starfsmönnum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að með uppsögnunum nú sé nánast ekkert eftir af útgerðinni Haraldi Böðvarssyni hf., öðrum forvera HB Granda. 31. október 2018 18:21 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
12,3 milljarða salan á Ögurvík blásin af Útgerðarfélag Reykjavíkur (ÚR), sem áður hét Brim, hefur tekið ákvörðun um að hætta við söluna á Ögurvík til HB Granda. 9. október 2018 10:32
Hópuppsagnir hjá HB Granda Ellefu starfsmönnum frystihúss HB Granda á Vopnafirði var sagt upp störfum í dag. 30. október 2018 15:23
HB Grandi segir upp fleiri starfsmönnum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að með uppsögnunum nú sé nánast ekkert eftir af útgerðinni Haraldi Böðvarssyni hf., öðrum forvera HB Granda. 31. október 2018 18:21