Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Keflavík 72-68 | Snæfell batt enda á sigurgöngu Keflavíkinga Arnór Óskarsson í Stykkishólmi skrifar 2. nóvember 2016 22:30 Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells. Vísir/Eyþór Snæfell sigraði Keflavík naumlega, 72-68, eftir kaflaskiptan leik í Stykkishólmi í kvöld. Keflavík, sem sat á toppi Domino’s deild kvenna, lenti snemma undir á móti sprækum heimastúlkunum. Í lok fyrri hálfleiks var Snæfell 15 stigum yfir og margt sem benti til að öruggur sigur Hólmara væri í vændum. Viðsnúningur varð hins vegar í seinni hálfleik en þó first og fremst í þriðja leikhluta. Á meðan Keflavíkurstúlkur sýndu ótrúlega baráttugleði gekk lítið sem ekkert upp í sóknar- og varnarleik Snæfells. Niðurstaðan varð jafn og spennandi leikur.Af hverju vann Snæfell? Snæfell byrjaði leikinn með látum. Varnar- og sóknarleikur í fyrri hálfleik var til fyrirmyndar. Margir leikmenn í liði Snæfells komu þar við sögu en allir sem einn leystu sín verkefni og hlutverk vel í byrjun leiks. Þó ber sérstaklega að nefna Berglindi Gunnarsdóttur og nýja leikmann Snæfells Aaryn Ellenberg sem voru áberandi í sóknarleik Snæfells í fyrri hálfleik.Bestu menn vallarins: Aaryn Ellenberg átti góða byrjun í fyrsta leiknum sínum með Snæfelli og endaði með 26 stig. Berglind Gunnarsdóttir átti einnig góðan leik á köflum en hún skoraði fyrstu 10 stigin fyrir Snæfell í kvöld. Hjá Keflavík var það Erna Hákonardóttir sem var stigahæst með 16 stig. Óhætt er þó að fullyrða að allt Keflavíkurliðið hafi barist vel og því liðsheildin í raun besti maður þeim megin.Tölfræðin sem vakti athygli: Ótrúleg endurkoma Keflavíkur er hófst undir lok fyrri hálfleiks og endaði ekki fyrr en örfáar sekúndur voru eftir af leiknum vakti eflaust mestu athyglina í kvöld.Hvað gekk illa? Bæði lið áttu í erfiðleikum með sitthvorn hálfleikinn. Í raun áttu heimamenn fyrri hálfleik á meðan gestirnir gátu sýnt hvað í þeim býr í þeim seinni.Ingi Þór: Svart og hvítt hjá okkur í kvöld „Við komum í sitthvorum lit til hálfleikana og greinilgt að okkur leið allt of vel í hálfleik með stöðuna,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn á Keflavík í kvöld. Varðandi þriðja leikhluta sagði Ingi Þór: „Við hættum að sækja að körfuni og klárum ekki auðveld færi sem við sköpuðum okkur.“ Fyrirliði Snæfells, Gunnhildur Gunnarsdóttir, var mikilvæg á lokakaflanum og kveikti aftur í liðinu sínu. „Fyrirliðin okkar stígur upp á háréttum tíma og setur niður fimm stig í fjórða leikhluta sem kveikti aftur í liðinu. Það er einmitt það sem fyrirliði á að gera.“Sverrir Þór: Hrikalega stoltur af liðinu „Við áttum fullt af sénsum í lokin til að jafna og jafnvel til að komast yfir,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, sem var svekktur með úrslitin í Stykkishólmi í kvöld. „Við erum að spila skelfilega í 16 mínútur í fyrri hálfleik og erum þrátt fyrir það bara 15 stigum undir. Svo mætum við af krafti í seinni hálfleik og það er ekkert verið að gefast upp. Ég er hrikalega ánægður með það.“ „Það vantaði rosalega lítið upp á að við myndum fara með tvö stig heim í kvöld,“ sagði Sverrir Þór og bætti við: „Ég hefði viljað tala við þig núna og tala um leik sem við hefðum tekið í restina.“ Fyrri hálfleikurinn hjá Keflavík einkenndist af smá hræðslu og virðingu. „Í fyrri hálfleik var smá hræðsla og við vorum langt frá okkar mönnum. Bara of mikill virðing. En í seinni hálfleik vorum við nær mönnunum og ekki að gefa nein opin skot. Við spiluðum miklu betri vörn, fáum auðveldar körfur og meira sjálfstraust.“Bein lýsing: Snæfell - Keflavík:Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Snæfell sigraði Keflavík naumlega, 72-68, eftir kaflaskiptan leik í Stykkishólmi í kvöld. Keflavík, sem sat á toppi Domino’s deild kvenna, lenti snemma undir á móti sprækum heimastúlkunum. Í lok fyrri hálfleiks var Snæfell 15 stigum yfir og margt sem benti til að öruggur sigur Hólmara væri í vændum. Viðsnúningur varð hins vegar í seinni hálfleik en þó first og fremst í þriðja leikhluta. Á meðan Keflavíkurstúlkur sýndu ótrúlega baráttugleði gekk lítið sem ekkert upp í sóknar- og varnarleik Snæfells. Niðurstaðan varð jafn og spennandi leikur.Af hverju vann Snæfell? Snæfell byrjaði leikinn með látum. Varnar- og sóknarleikur í fyrri hálfleik var til fyrirmyndar. Margir leikmenn í liði Snæfells komu þar við sögu en allir sem einn leystu sín verkefni og hlutverk vel í byrjun leiks. Þó ber sérstaklega að nefna Berglindi Gunnarsdóttur og nýja leikmann Snæfells Aaryn Ellenberg sem voru áberandi í sóknarleik Snæfells í fyrri hálfleik.Bestu menn vallarins: Aaryn Ellenberg átti góða byrjun í fyrsta leiknum sínum með Snæfelli og endaði með 26 stig. Berglind Gunnarsdóttir átti einnig góðan leik á köflum en hún skoraði fyrstu 10 stigin fyrir Snæfell í kvöld. Hjá Keflavík var það Erna Hákonardóttir sem var stigahæst með 16 stig. Óhætt er þó að fullyrða að allt Keflavíkurliðið hafi barist vel og því liðsheildin í raun besti maður þeim megin.Tölfræðin sem vakti athygli: Ótrúleg endurkoma Keflavíkur er hófst undir lok fyrri hálfleiks og endaði ekki fyrr en örfáar sekúndur voru eftir af leiknum vakti eflaust mestu athyglina í kvöld.Hvað gekk illa? Bæði lið áttu í erfiðleikum með sitthvorn hálfleikinn. Í raun áttu heimamenn fyrri hálfleik á meðan gestirnir gátu sýnt hvað í þeim býr í þeim seinni.Ingi Þór: Svart og hvítt hjá okkur í kvöld „Við komum í sitthvorum lit til hálfleikana og greinilgt að okkur leið allt of vel í hálfleik með stöðuna,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn á Keflavík í kvöld. Varðandi þriðja leikhluta sagði Ingi Þór: „Við hættum að sækja að körfuni og klárum ekki auðveld færi sem við sköpuðum okkur.“ Fyrirliði Snæfells, Gunnhildur Gunnarsdóttir, var mikilvæg á lokakaflanum og kveikti aftur í liðinu sínu. „Fyrirliðin okkar stígur upp á háréttum tíma og setur niður fimm stig í fjórða leikhluta sem kveikti aftur í liðinu. Það er einmitt það sem fyrirliði á að gera.“Sverrir Þór: Hrikalega stoltur af liðinu „Við áttum fullt af sénsum í lokin til að jafna og jafnvel til að komast yfir,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, sem var svekktur með úrslitin í Stykkishólmi í kvöld. „Við erum að spila skelfilega í 16 mínútur í fyrri hálfleik og erum þrátt fyrir það bara 15 stigum undir. Svo mætum við af krafti í seinni hálfleik og það er ekkert verið að gefast upp. Ég er hrikalega ánægður með það.“ „Það vantaði rosalega lítið upp á að við myndum fara með tvö stig heim í kvöld,“ sagði Sverrir Þór og bætti við: „Ég hefði viljað tala við þig núna og tala um leik sem við hefðum tekið í restina.“ Fyrri hálfleikurinn hjá Keflavík einkenndist af smá hræðslu og virðingu. „Í fyrri hálfleik var smá hræðsla og við vorum langt frá okkar mönnum. Bara of mikill virðing. En í seinni hálfleik vorum við nær mönnunum og ekki að gefa nein opin skot. Við spiluðum miklu betri vörn, fáum auðveldar körfur og meira sjálfstraust.“Bein lýsing: Snæfell - Keflavík:Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira