Viðskipti erlent

iPad Pro lítur dagsins ljós

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Nýr iPad er stærri en fyrri útgáfur spjaldtölvunnar
Nýr iPad er stærri en fyrri útgáfur spjaldtölvunnar Skjáskot
Apple hefur kynnt nýja útgafu af iPad spjaldtölvu sinni. Nefnist hún iPad Pro og er töluvert stærri en fyrri útgáfur af spjaldtölvunni og er skjárinn 12.9". iPad Pro er örþunnur eða aðeins 6,9 millimetrar og aðeins tæp 800 grömm að þyngd.

Þrír litir verða í boði, geimgrár, silfurlitaður og gullitaður og hægt verður að fá spjaldtölvuna í 32gb og 128gb útgáfum.

Spjaldtalvan státar af 64-bita A9X örgjörva sem er allt að 1.8 sinnum hraðari en fyrri örgjörvar sem notaðir hafa verið í iPad hingað til. Athygli vekur að nýtt hátalarakerfi er í spjaldtölvunni. Einn hátalari er staðsettur í hverju horni og aðlagast hljóðið eftir því hvernig haldið er á spjaldtölvunni.

Apple Pencil er nýjung frá Apple.Skjáskot
Samhliða iPad Pro hefur Apple kynnt sérstakan penna sem nota má með spjaldtölvunni. Nefnist hann Apple Pencil og má nota hann til að skrifa eða teikna á spjaldtölvuna.

Kynning Apple á nýjum vörum stendur yfir og fylgjast má með henni í beinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×