Mikið af nýjungum í iPhone 6S Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. september 2015 18:39 Hægt verður að fá sérstaka hleðslustöð. Skjáskot „Það eina sem hefur breyst er allt,“ sagði Tim Cook, forstjóri Apple þegar nýjustu útgáfur af iPhone-símum Apple voru kynntar. Símarnir eru stútfullir af nýjungum. Símarnir nefnast iPhone 6S og iPhone 6S Plus og munu koma í fjórum litum, geimgráum, gulllit, silfurlit og rósgylltu. Glerið í skjánum hefur verið styrkt og svokallað 3D touch hefur verið kynnt til leiks. Hægt verður að fá nokkrar útgáfur af símanum, 16gb, 64gb og 128gb. Mun síminn geta numið með hversu miklu afli er þrýst á skjáinn og birta upplýsingar eftir því. Til að mynda er hægt að þrýsta létt á heimaskjáinn og þar birtast aðgerðir sem algengt er að notandinn nýti sér, eins og að senda skilaboð eða hringja símtal.Skjárinn nemur hve fast er þrýst á skjáinn.SkjáskotBúið er að uppfæra örgjörvann í símanum og er hann að sögn hraðari en nokkur annar örgjörvi sem verið hefur í iPhone-símum hingað til. A9 örgjörfinn þarf minna afl og virkar hraðar, bæði í grafíkvinnslu sem og venjulegri vinnslu. Myndavélin fær uppfærslu og er nú orðin 12 megapixlar og getur húb tekið upp myndbönd í 4K upplausn. Myndavélin framan á símanum er 5 megapixlar og hægt verður að nota skjáinn á símanum sem flass. Jafnframt kynnti Apple svokallað Live Photos en símarnir munu sjálfkrafa taka upp 1,5 sekúndu fyrir og eftir myndir sem notandi tekur svo hægt sé að endurupplifa augnablikið sem myndin var tekin á. Símarnir koma út 25. september í Bandaríkjunum, Frakklandi, Bretlandi, Kína, Japan og Ástralíu og verða komnir til 130 landa fyrir lok ársins.#appleis Tweets Tækni Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
„Það eina sem hefur breyst er allt,“ sagði Tim Cook, forstjóri Apple þegar nýjustu útgáfur af iPhone-símum Apple voru kynntar. Símarnir eru stútfullir af nýjungum. Símarnir nefnast iPhone 6S og iPhone 6S Plus og munu koma í fjórum litum, geimgráum, gulllit, silfurlit og rósgylltu. Glerið í skjánum hefur verið styrkt og svokallað 3D touch hefur verið kynnt til leiks. Hægt verður að fá nokkrar útgáfur af símanum, 16gb, 64gb og 128gb. Mun síminn geta numið með hversu miklu afli er þrýst á skjáinn og birta upplýsingar eftir því. Til að mynda er hægt að þrýsta létt á heimaskjáinn og þar birtast aðgerðir sem algengt er að notandinn nýti sér, eins og að senda skilaboð eða hringja símtal.Skjárinn nemur hve fast er þrýst á skjáinn.SkjáskotBúið er að uppfæra örgjörvann í símanum og er hann að sögn hraðari en nokkur annar örgjörvi sem verið hefur í iPhone-símum hingað til. A9 örgjörfinn þarf minna afl og virkar hraðar, bæði í grafíkvinnslu sem og venjulegri vinnslu. Myndavélin fær uppfærslu og er nú orðin 12 megapixlar og getur húb tekið upp myndbönd í 4K upplausn. Myndavélin framan á símanum er 5 megapixlar og hægt verður að nota skjáinn á símanum sem flass. Jafnframt kynnti Apple svokallað Live Photos en símarnir munu sjálfkrafa taka upp 1,5 sekúndu fyrir og eftir myndir sem notandi tekur svo hægt sé að endurupplifa augnablikið sem myndin var tekin á. Símarnir koma út 25. september í Bandaríkjunum, Frakklandi, Bretlandi, Kína, Japan og Ástralíu og verða komnir til 130 landa fyrir lok ársins.#appleis Tweets
Tækni Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira