Fjarstæða að hér sé bólumyndun Snærós Sindradóttir skrifar 22. júlí 2015 07:00 Mikill fjöldi byggingakrana er í Urriðaholti í Garðabæ. Þar rís nýtt hverfi við Urriðavatn og allt stefnir í að grunnskólar, leikskólar og atvinnuhúsnæði verði í hverfinu. vísir/andri marinó Byggingakrönum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um fimmtán á milli ára. Fjöldi krana hefur hingað til þótt gefa ákveðnar upplýsingar um efnahagsástand lands og hefur oft verið nefndur kranavísitala. „Það er bara alveg fjarstæðukennt að tala um einhverja bólumyndun. Við erum með bransa sem dróst saman á árunum 2009 og 2010 og var enn að dragast saman árið 2012 um 50, 60 og 70 prósent,“ segir Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Hann bendir á að byggingabransinn sé margfalt minni en hann var fyrir hrun. Fjárfestingarstigið allt saman er enn frekar lágt. Og í raun þyrfti það að vera miklu hærra.“ Helstu vankantarnir á framkvæmdum nú séu að það vantar litlar og meðalstórar íbúðir. „Það vantar réttu hvatana til að mæta þeirri eftirspurn sem við vitum að er fyrir hendi. Það er ekki brjáluð eftirspurn eftir dýrum og stórum íbúðum,“ segir Bjarni. Þeir sem hafa áhyggjur af þenslumyndun benda jafnan á að iðnaðarmenn vanti til að manna þær framkvæmdir sem eru á teikniborðinu. Bjarni segir að skorturinn sé vissulega til staðar. „Þá erum við ekki að taka tillit til þess að starfandi í þessari grein er bara um það bil helmingur af þeim sem voru starfandi hér árið 2007.“Bjarni Már GylfasonHann telur að enn sé töluvert svigrúm eftir í framkvæmdum áður en hægt sé að tala um bólumyndun. „Alveg klárlega. Það verður að taka tillit til þess að greinin meira en helmingaðist á árunum eftir hrun.“ Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Byggiðnar, félags byggingarmanna, hefur áhyggjur af þenslumyndun hér á landi. „Það er verið að ræða um töluvert mikið af verkefnum sem eru fram undan. Áður en við lendum í einhverri bólu þá vil ég að við setjumst niður og skoðum hvort það er ekki hægt að stýra þessu með einhverjum hætti þannig að við séum ekki að lenda í að vera með allt of mikið undir í einu.“Hann er þeirrar skoðunar að skortur á iðnaðarmönnum bendi til ofþenslu. Aðspurður hvort félag byggingarmanna hafi ekki ríka hagsmuni af því að hér sé framkvæmt mikið segir Finnbjörn: „Jú, mikil ósköp, en það verður að vera einhver smá einhver hugsun í því. Við erum búin að upplifa það að það verður algjört þensluástand og svo atvinnuleysi á eftir. Við viljum frekar hafa þetta svolítið jafnara.“ Guðjón Emilsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, hefur í gegnum árin fylgst með kranavísitölunni. „Það er merkilegt hvað þessar tölur hafa lýst íbúðafjárfestingu vel. Þetta er ekki að ná þessum hæðum eins og 2007. Í mínum huga erum við ekki á sama þensluskeiði og þá.“ Hann segir að vöxtur í íbúðarfjárfestingu hafi verið neikvæður á fyrsta ársfjórðungi. „Eins og staðan er virðist þetta vera í jafnvægi. Vísitölurnar sýna ákveðið jafnvægi.“ Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Byggingakrönum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um fimmtán á milli ára. Fjöldi krana hefur hingað til þótt gefa ákveðnar upplýsingar um efnahagsástand lands og hefur oft verið nefndur kranavísitala. „Það er bara alveg fjarstæðukennt að tala um einhverja bólumyndun. Við erum með bransa sem dróst saman á árunum 2009 og 2010 og var enn að dragast saman árið 2012 um 50, 60 og 70 prósent,“ segir Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Hann bendir á að byggingabransinn sé margfalt minni en hann var fyrir hrun. Fjárfestingarstigið allt saman er enn frekar lágt. Og í raun þyrfti það að vera miklu hærra.“ Helstu vankantarnir á framkvæmdum nú séu að það vantar litlar og meðalstórar íbúðir. „Það vantar réttu hvatana til að mæta þeirri eftirspurn sem við vitum að er fyrir hendi. Það er ekki brjáluð eftirspurn eftir dýrum og stórum íbúðum,“ segir Bjarni. Þeir sem hafa áhyggjur af þenslumyndun benda jafnan á að iðnaðarmenn vanti til að manna þær framkvæmdir sem eru á teikniborðinu. Bjarni segir að skorturinn sé vissulega til staðar. „Þá erum við ekki að taka tillit til þess að starfandi í þessari grein er bara um það bil helmingur af þeim sem voru starfandi hér árið 2007.“Bjarni Már GylfasonHann telur að enn sé töluvert svigrúm eftir í framkvæmdum áður en hægt sé að tala um bólumyndun. „Alveg klárlega. Það verður að taka tillit til þess að greinin meira en helmingaðist á árunum eftir hrun.“ Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Byggiðnar, félags byggingarmanna, hefur áhyggjur af þenslumyndun hér á landi. „Það er verið að ræða um töluvert mikið af verkefnum sem eru fram undan. Áður en við lendum í einhverri bólu þá vil ég að við setjumst niður og skoðum hvort það er ekki hægt að stýra þessu með einhverjum hætti þannig að við séum ekki að lenda í að vera með allt of mikið undir í einu.“Hann er þeirrar skoðunar að skortur á iðnaðarmönnum bendi til ofþenslu. Aðspurður hvort félag byggingarmanna hafi ekki ríka hagsmuni af því að hér sé framkvæmt mikið segir Finnbjörn: „Jú, mikil ósköp, en það verður að vera einhver smá einhver hugsun í því. Við erum búin að upplifa það að það verður algjört þensluástand og svo atvinnuleysi á eftir. Við viljum frekar hafa þetta svolítið jafnara.“ Guðjón Emilsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, hefur í gegnum árin fylgst með kranavísitölunni. „Það er merkilegt hvað þessar tölur hafa lýst íbúðafjárfestingu vel. Þetta er ekki að ná þessum hæðum eins og 2007. Í mínum huga erum við ekki á sama þensluskeiði og þá.“ Hann segir að vöxtur í íbúðarfjárfestingu hafi verið neikvæður á fyrsta ársfjórðungi. „Eins og staðan er virðist þetta vera í jafnvægi. Vísitölurnar sýna ákveðið jafnvægi.“
Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira