Fjarstæða að hér sé bólumyndun Snærós Sindradóttir skrifar 22. júlí 2015 07:00 Mikill fjöldi byggingakrana er í Urriðaholti í Garðabæ. Þar rís nýtt hverfi við Urriðavatn og allt stefnir í að grunnskólar, leikskólar og atvinnuhúsnæði verði í hverfinu. vísir/andri marinó Byggingakrönum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um fimmtán á milli ára. Fjöldi krana hefur hingað til þótt gefa ákveðnar upplýsingar um efnahagsástand lands og hefur oft verið nefndur kranavísitala. „Það er bara alveg fjarstæðukennt að tala um einhverja bólumyndun. Við erum með bransa sem dróst saman á árunum 2009 og 2010 og var enn að dragast saman árið 2012 um 50, 60 og 70 prósent,“ segir Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Hann bendir á að byggingabransinn sé margfalt minni en hann var fyrir hrun. Fjárfestingarstigið allt saman er enn frekar lágt. Og í raun þyrfti það að vera miklu hærra.“ Helstu vankantarnir á framkvæmdum nú séu að það vantar litlar og meðalstórar íbúðir. „Það vantar réttu hvatana til að mæta þeirri eftirspurn sem við vitum að er fyrir hendi. Það er ekki brjáluð eftirspurn eftir dýrum og stórum íbúðum,“ segir Bjarni. Þeir sem hafa áhyggjur af þenslumyndun benda jafnan á að iðnaðarmenn vanti til að manna þær framkvæmdir sem eru á teikniborðinu. Bjarni segir að skorturinn sé vissulega til staðar. „Þá erum við ekki að taka tillit til þess að starfandi í þessari grein er bara um það bil helmingur af þeim sem voru starfandi hér árið 2007.“Bjarni Már GylfasonHann telur að enn sé töluvert svigrúm eftir í framkvæmdum áður en hægt sé að tala um bólumyndun. „Alveg klárlega. Það verður að taka tillit til þess að greinin meira en helmingaðist á árunum eftir hrun.“ Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Byggiðnar, félags byggingarmanna, hefur áhyggjur af þenslumyndun hér á landi. „Það er verið að ræða um töluvert mikið af verkefnum sem eru fram undan. Áður en við lendum í einhverri bólu þá vil ég að við setjumst niður og skoðum hvort það er ekki hægt að stýra þessu með einhverjum hætti þannig að við séum ekki að lenda í að vera með allt of mikið undir í einu.“Hann er þeirrar skoðunar að skortur á iðnaðarmönnum bendi til ofþenslu. Aðspurður hvort félag byggingarmanna hafi ekki ríka hagsmuni af því að hér sé framkvæmt mikið segir Finnbjörn: „Jú, mikil ósköp, en það verður að vera einhver smá einhver hugsun í því. Við erum búin að upplifa það að það verður algjört þensluástand og svo atvinnuleysi á eftir. Við viljum frekar hafa þetta svolítið jafnara.“ Guðjón Emilsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, hefur í gegnum árin fylgst með kranavísitölunni. „Það er merkilegt hvað þessar tölur hafa lýst íbúðafjárfestingu vel. Þetta er ekki að ná þessum hæðum eins og 2007. Í mínum huga erum við ekki á sama þensluskeiði og þá.“ Hann segir að vöxtur í íbúðarfjárfestingu hafi verið neikvæður á fyrsta ársfjórðungi. „Eins og staðan er virðist þetta vera í jafnvægi. Vísitölurnar sýna ákveðið jafnvægi.“ Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Byggingakrönum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um fimmtán á milli ára. Fjöldi krana hefur hingað til þótt gefa ákveðnar upplýsingar um efnahagsástand lands og hefur oft verið nefndur kranavísitala. „Það er bara alveg fjarstæðukennt að tala um einhverja bólumyndun. Við erum með bransa sem dróst saman á árunum 2009 og 2010 og var enn að dragast saman árið 2012 um 50, 60 og 70 prósent,“ segir Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Hann bendir á að byggingabransinn sé margfalt minni en hann var fyrir hrun. Fjárfestingarstigið allt saman er enn frekar lágt. Og í raun þyrfti það að vera miklu hærra.“ Helstu vankantarnir á framkvæmdum nú séu að það vantar litlar og meðalstórar íbúðir. „Það vantar réttu hvatana til að mæta þeirri eftirspurn sem við vitum að er fyrir hendi. Það er ekki brjáluð eftirspurn eftir dýrum og stórum íbúðum,“ segir Bjarni. Þeir sem hafa áhyggjur af þenslumyndun benda jafnan á að iðnaðarmenn vanti til að manna þær framkvæmdir sem eru á teikniborðinu. Bjarni segir að skorturinn sé vissulega til staðar. „Þá erum við ekki að taka tillit til þess að starfandi í þessari grein er bara um það bil helmingur af þeim sem voru starfandi hér árið 2007.“Bjarni Már GylfasonHann telur að enn sé töluvert svigrúm eftir í framkvæmdum áður en hægt sé að tala um bólumyndun. „Alveg klárlega. Það verður að taka tillit til þess að greinin meira en helmingaðist á árunum eftir hrun.“ Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Byggiðnar, félags byggingarmanna, hefur áhyggjur af þenslumyndun hér á landi. „Það er verið að ræða um töluvert mikið af verkefnum sem eru fram undan. Áður en við lendum í einhverri bólu þá vil ég að við setjumst niður og skoðum hvort það er ekki hægt að stýra þessu með einhverjum hætti þannig að við séum ekki að lenda í að vera með allt of mikið undir í einu.“Hann er þeirrar skoðunar að skortur á iðnaðarmönnum bendi til ofþenslu. Aðspurður hvort félag byggingarmanna hafi ekki ríka hagsmuni af því að hér sé framkvæmt mikið segir Finnbjörn: „Jú, mikil ósköp, en það verður að vera einhver smá einhver hugsun í því. Við erum búin að upplifa það að það verður algjört þensluástand og svo atvinnuleysi á eftir. Við viljum frekar hafa þetta svolítið jafnara.“ Guðjón Emilsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, hefur í gegnum árin fylgst með kranavísitölunni. „Það er merkilegt hvað þessar tölur hafa lýst íbúðafjárfestingu vel. Þetta er ekki að ná þessum hæðum eins og 2007. Í mínum huga erum við ekki á sama þensluskeiði og þá.“ Hann segir að vöxtur í íbúðarfjárfestingu hafi verið neikvæður á fyrsta ársfjórðungi. „Eins og staðan er virðist þetta vera í jafnvægi. Vísitölurnar sýna ákveðið jafnvægi.“
Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira