Tugprósenta hækkun verður á fasteignaverði jón hákon halldórsson skrifar 17. apríl 2015 07:00 Þrátt fyrir yfirvofandi hækkun segir Snorri að ekki sé hægt að tala um bólu. Fasteignaverð sé örlítið lægra en 2007 og 2008. Gera má ráð fyrir tólf prósenta raunhækkun fasteignaverðs í ár og samtals 20 prósenta raunhækkun á næstu þremur árum. Þetta kemur fram í skýrslu sem Snorri Jakobsson, sérfræðingur hjá fjármála- og hagfræðiráðgjöf Capacent, kynnti í gær. „Þrátt fyrir það verður raunverð fasteigna örlítið lægra en það var árið 2007 og 2008,“ segir Snorri í samtali við Fréttablaðið. Í skýrslunni kemur fram að fasteignaverð hafi hækkað nær sleitulaust frá upphafi árs 2011. Hækkunin nemur 35 prósentum að nafnvirði og 16 prósentum að raunvirði.Snorri JakobssonSnorri segir að skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar hafi ýtt undir hækkun á fasteignamarkaði en hún leysi ekki vanda á markaðnum. „En helsti vandinn á fasteignamarkaði er skortur á ódýru og smærra húsnæði,“ segir Snorri. Vísbendingar séu um að skorturinn sé töluverður á höfuðborgarsvæðinu. Snorri segist þó ekki geta tekið undir að hér sé bóla og segir að hækkunin sé lítil í samanburði við hækkunarhrinu á fasteignamarkaði, sem annars vegar stóð frá árunum 1998 til ársloka 2000 og frá 2003 til ársloka 2007. Fasteignaverð að raunvirði er nú svipað og það var um áramótin 2004 og 2005 en 5 prósentum lægra en það var í árslok 2007. Í skýrslu Snorra kemur fram að verg landsframleiðsla á mann sé aftur á móti mun hærri nú en hún var á árunum 2004 til 2005, þótt hún hafi ekki náð sama stigi og í toppi útrásinnar á árunum 2007 til 2008. Þá segir Snorri að það hafi sjaldnast verið hagstæðara að kaupa íbúð með tilliti til fjármagnskostnaðar, það er ávöxtunarkröfu verðtryggðra bréfa og veðhlutfalls. Á árunum 2004 til 2005 hafi lánin verið á 4,2 prósent vöxtum en þeir séu jafnvel lægri í dag. Snorri segir að veðhlutfall lána í dag sé heldur lægra en það var árið 2007. Það hafi verið komið upp í allt að 90 prósent, hafi síðan farið niður í 70 prósent eftir bankahrun en að undanförnu hafi það verið í kringum 80 prósent. Capacent gerði könnun þar sem spurt var hvar fólk vildi helst búa. Yfir helmingur aðspurðra, eða 55 prósent, vill búa í 101, 105 eða 107 í Reykjavík. Grafarvogur kemur næst með 10 prósent og Fossvogur rétt á eftir. Breiðholtið rekur lestina og einnig póstnúmer 103 eða Kringluhverfið. Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Sjá meira
Gera má ráð fyrir tólf prósenta raunhækkun fasteignaverðs í ár og samtals 20 prósenta raunhækkun á næstu þremur árum. Þetta kemur fram í skýrslu sem Snorri Jakobsson, sérfræðingur hjá fjármála- og hagfræðiráðgjöf Capacent, kynnti í gær. „Þrátt fyrir það verður raunverð fasteigna örlítið lægra en það var árið 2007 og 2008,“ segir Snorri í samtali við Fréttablaðið. Í skýrslunni kemur fram að fasteignaverð hafi hækkað nær sleitulaust frá upphafi árs 2011. Hækkunin nemur 35 prósentum að nafnvirði og 16 prósentum að raunvirði.Snorri JakobssonSnorri segir að skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar hafi ýtt undir hækkun á fasteignamarkaði en hún leysi ekki vanda á markaðnum. „En helsti vandinn á fasteignamarkaði er skortur á ódýru og smærra húsnæði,“ segir Snorri. Vísbendingar séu um að skorturinn sé töluverður á höfuðborgarsvæðinu. Snorri segist þó ekki geta tekið undir að hér sé bóla og segir að hækkunin sé lítil í samanburði við hækkunarhrinu á fasteignamarkaði, sem annars vegar stóð frá árunum 1998 til ársloka 2000 og frá 2003 til ársloka 2007. Fasteignaverð að raunvirði er nú svipað og það var um áramótin 2004 og 2005 en 5 prósentum lægra en það var í árslok 2007. Í skýrslu Snorra kemur fram að verg landsframleiðsla á mann sé aftur á móti mun hærri nú en hún var á árunum 2004 til 2005, þótt hún hafi ekki náð sama stigi og í toppi útrásinnar á árunum 2007 til 2008. Þá segir Snorri að það hafi sjaldnast verið hagstæðara að kaupa íbúð með tilliti til fjármagnskostnaðar, það er ávöxtunarkröfu verðtryggðra bréfa og veðhlutfalls. Á árunum 2004 til 2005 hafi lánin verið á 4,2 prósent vöxtum en þeir séu jafnvel lægri í dag. Snorri segir að veðhlutfall lána í dag sé heldur lægra en það var árið 2007. Það hafi verið komið upp í allt að 90 prósent, hafi síðan farið niður í 70 prósent eftir bankahrun en að undanförnu hafi það verið í kringum 80 prósent. Capacent gerði könnun þar sem spurt var hvar fólk vildi helst búa. Yfir helmingur aðspurðra, eða 55 prósent, vill búa í 101, 105 eða 107 í Reykjavík. Grafarvogur kemur næst með 10 prósent og Fossvogur rétt á eftir. Breiðholtið rekur lestina og einnig póstnúmer 103 eða Kringluhverfið.
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Sjá meira