Tugprósenta hækkun verður á fasteignaverði jón hákon halldórsson skrifar 17. apríl 2015 07:00 Þrátt fyrir yfirvofandi hækkun segir Snorri að ekki sé hægt að tala um bólu. Fasteignaverð sé örlítið lægra en 2007 og 2008. Gera má ráð fyrir tólf prósenta raunhækkun fasteignaverðs í ár og samtals 20 prósenta raunhækkun á næstu þremur árum. Þetta kemur fram í skýrslu sem Snorri Jakobsson, sérfræðingur hjá fjármála- og hagfræðiráðgjöf Capacent, kynnti í gær. „Þrátt fyrir það verður raunverð fasteigna örlítið lægra en það var árið 2007 og 2008,“ segir Snorri í samtali við Fréttablaðið. Í skýrslunni kemur fram að fasteignaverð hafi hækkað nær sleitulaust frá upphafi árs 2011. Hækkunin nemur 35 prósentum að nafnvirði og 16 prósentum að raunvirði.Snorri JakobssonSnorri segir að skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar hafi ýtt undir hækkun á fasteignamarkaði en hún leysi ekki vanda á markaðnum. „En helsti vandinn á fasteignamarkaði er skortur á ódýru og smærra húsnæði,“ segir Snorri. Vísbendingar séu um að skorturinn sé töluverður á höfuðborgarsvæðinu. Snorri segist þó ekki geta tekið undir að hér sé bóla og segir að hækkunin sé lítil í samanburði við hækkunarhrinu á fasteignamarkaði, sem annars vegar stóð frá árunum 1998 til ársloka 2000 og frá 2003 til ársloka 2007. Fasteignaverð að raunvirði er nú svipað og það var um áramótin 2004 og 2005 en 5 prósentum lægra en það var í árslok 2007. Í skýrslu Snorra kemur fram að verg landsframleiðsla á mann sé aftur á móti mun hærri nú en hún var á árunum 2004 til 2005, þótt hún hafi ekki náð sama stigi og í toppi útrásinnar á árunum 2007 til 2008. Þá segir Snorri að það hafi sjaldnast verið hagstæðara að kaupa íbúð með tilliti til fjármagnskostnaðar, það er ávöxtunarkröfu verðtryggðra bréfa og veðhlutfalls. Á árunum 2004 til 2005 hafi lánin verið á 4,2 prósent vöxtum en þeir séu jafnvel lægri í dag. Snorri segir að veðhlutfall lána í dag sé heldur lægra en það var árið 2007. Það hafi verið komið upp í allt að 90 prósent, hafi síðan farið niður í 70 prósent eftir bankahrun en að undanförnu hafi það verið í kringum 80 prósent. Capacent gerði könnun þar sem spurt var hvar fólk vildi helst búa. Yfir helmingur aðspurðra, eða 55 prósent, vill búa í 101, 105 eða 107 í Reykjavík. Grafarvogur kemur næst með 10 prósent og Fossvogur rétt á eftir. Breiðholtið rekur lestina og einnig póstnúmer 103 eða Kringluhverfið. Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Gera má ráð fyrir tólf prósenta raunhækkun fasteignaverðs í ár og samtals 20 prósenta raunhækkun á næstu þremur árum. Þetta kemur fram í skýrslu sem Snorri Jakobsson, sérfræðingur hjá fjármála- og hagfræðiráðgjöf Capacent, kynnti í gær. „Þrátt fyrir það verður raunverð fasteigna örlítið lægra en það var árið 2007 og 2008,“ segir Snorri í samtali við Fréttablaðið. Í skýrslunni kemur fram að fasteignaverð hafi hækkað nær sleitulaust frá upphafi árs 2011. Hækkunin nemur 35 prósentum að nafnvirði og 16 prósentum að raunvirði.Snorri JakobssonSnorri segir að skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar hafi ýtt undir hækkun á fasteignamarkaði en hún leysi ekki vanda á markaðnum. „En helsti vandinn á fasteignamarkaði er skortur á ódýru og smærra húsnæði,“ segir Snorri. Vísbendingar séu um að skorturinn sé töluverður á höfuðborgarsvæðinu. Snorri segist þó ekki geta tekið undir að hér sé bóla og segir að hækkunin sé lítil í samanburði við hækkunarhrinu á fasteignamarkaði, sem annars vegar stóð frá árunum 1998 til ársloka 2000 og frá 2003 til ársloka 2007. Fasteignaverð að raunvirði er nú svipað og það var um áramótin 2004 og 2005 en 5 prósentum lægra en það var í árslok 2007. Í skýrslu Snorra kemur fram að verg landsframleiðsla á mann sé aftur á móti mun hærri nú en hún var á árunum 2004 til 2005, þótt hún hafi ekki náð sama stigi og í toppi útrásinnar á árunum 2007 til 2008. Þá segir Snorri að það hafi sjaldnast verið hagstæðara að kaupa íbúð með tilliti til fjármagnskostnaðar, það er ávöxtunarkröfu verðtryggðra bréfa og veðhlutfalls. Á árunum 2004 til 2005 hafi lánin verið á 4,2 prósent vöxtum en þeir séu jafnvel lægri í dag. Snorri segir að veðhlutfall lána í dag sé heldur lægra en það var árið 2007. Það hafi verið komið upp í allt að 90 prósent, hafi síðan farið niður í 70 prósent eftir bankahrun en að undanförnu hafi það verið í kringum 80 prósent. Capacent gerði könnun þar sem spurt var hvar fólk vildi helst búa. Yfir helmingur aðspurðra, eða 55 prósent, vill búa í 101, 105 eða 107 í Reykjavík. Grafarvogur kemur næst með 10 prósent og Fossvogur rétt á eftir. Breiðholtið rekur lestina og einnig póstnúmer 103 eða Kringluhverfið.
Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira