Lífið

Bakkus flytur á Laugaveg 22

Jón Pálmar Sigurðsson ætlar að flytja með Bakkus yfir á Laugaveg 22
Jón Pálmar Sigurðsson ætlar að flytja með Bakkus yfir á Laugaveg 22 fréttablaðið/arnþór
„Við erum að færa okkur í hentugra húsnæði," segir Jón Pálmar Sigurðsson, sem hefur rekið einn vinsælasta skemmtistað borgarinnar, Bakkus við Tryggvagötu, í um tvö og hálft ár.

Á sunnudaginn opnar Bakkus á nýjum stað, á Laugavegi 22, þar sem Barbara hefur verið til húsa. Sá staður færist niður um hæð og sameinast Trúnó, þar sem kaffihús verður á daginn og skemmtistaður á kvöldin.

„Það er orðið frekar erfitt að reka svona stóran stað með hækkandi áfengissköttum og sífellt styttri opnunartíma," segir Jón Pálmar um ástæðuna fyrir flutningunum.

Hann viðurkennir að tilfinningarnar séu blendar við að breyta um húsnæði. „Mér finnst þetta jákvætt en það er ýmislegt sem maður mun sakna við að vera með svona stóran stað. Við vorum með fullorðinssirkusinn og karnival, sem verður kannski ekki eins auðvelt að halda á nýja staðnum. Við vorum með flottan tónleikastað líka en það var svolítið af illri nauðsyn til að byrja með af því að þetta var svo stórt. Núna fer þetta í að vera frekar hefðbundinn bar en samt með stanslausri dagskrá eins og við höfum alltaf verið með."

Aðspurður segist Jón Pálmar ekki hafa áhyggjur af því að fastakúnnarnir hverfi á braut með flutningunum. „Við erum eiginlega nær fastakúnnunum okkar hérna. Við vorum svolítið að draga þá niður í bæ." - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×