Logi: Ef Guð er til næ ég heilu tímabili án meiðsla Elvar Geir Magnússon skrifar 13. apríl 2010 16:15 Logi á blaðamannafundinum í dag. Mynd/Vilhelm „Þetta er ungt og flott lið. Það hefur verið mikil uppbygging í gangi sem hefur skilað sér," sagði Logi Geirsson sem er kominn heim úr atvinnumennskunni erlendis og genginn í raðir uppeldisfélagsins FH. „Ég geri tveggja ára samning og ætla mér að spila með félaginu þar til eitthvað annað kemur fram. Ég vænti þess að það komi einhver tilboð frá öðrum félögum," sagði Logi á blaðamannafundi í dag. „Hungrið hefur aðeins dáið vegna erfiðra meiðsla. Mér tókst að vera stór hérna hjá FH og komast í eitt af bestu liðum í heimi. Mín stefna er að koma hingað, sækja hungrið og fara svo út aftur." Logi ætlar að halda áfram að berjast um sæti í landsliðinu. „Ég er ekki kominn hingað til að hvíla mig. Ég ætla að berjast um sæti í landsliðinu, einu af þremur bestu landsliðum heims í dag," sagði Logi sem hefur glímt við erfið meiðsli síðustu ár. „Öxlin er nokkuð góð. Það er ár síðan ég fór í aðgerðina. Það hefur verið stöðug framþróun. Hér heima fæ ég bestu meðhöndlun sem ég hef fengið og ég stefni á að vera kominn í mitt besta form fyrir næsta vetur. Ef Guð er til næ ég heilu tímabili í FH án þess að meiðast," sagði Logi. „Formlegar samningaviðræður tóku um hálftíma," sagði Þorgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH á blaðamannafundinum í dag. Logi brosti og sagði það kannski hafa verið nær klukkutíma. „Efnislega var gengið frá þessu í gærkvöldi. Samningurinn er til tveggja ára. Logi hefur metnað til að snúa aftur í atvinnumennsku en við sjáum hvernig það þróast. Við munum ekki standa í vegi fyrir honum ef áhugi kemur að utan fyrir næsta vor," sagði Þorgeir og tilkynnti að Logi muni spila allt næsta tímabil nema eitthvað stórkostlegt gerist. „Varðandi ástandið á honum þá var hann settur í læknisskoðun í gær og stóðst það próf mjög vel. Við höfum ekki áhyggjur af líkamlegu ásigkomulagi hans." „Það er engin stórkostleg stefnubreyting á vegum deildarinnar að fá Loga. Þetta er bara tækifæri sem kom upp og við gripum það. Við erum áfram að vinna eftir sömu formúlu, það er að byggja liðið upp á okkar eigin leikmönnum. Við viljum gera unga og hæfileikaríka leikmenn enn betri. Ég er sannfærður um að Logi muni hjálpa okkur mikið í því," sagði Þorgeir. Logi mun gera meira hjá FH en spila fyrir liðið. Félagið mun standa fyrir handboltaskóla fyrir unga iðkendur í ágúst og mun Logi stýra því verkefni. Olís-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira
„Þetta er ungt og flott lið. Það hefur verið mikil uppbygging í gangi sem hefur skilað sér," sagði Logi Geirsson sem er kominn heim úr atvinnumennskunni erlendis og genginn í raðir uppeldisfélagsins FH. „Ég geri tveggja ára samning og ætla mér að spila með félaginu þar til eitthvað annað kemur fram. Ég vænti þess að það komi einhver tilboð frá öðrum félögum," sagði Logi á blaðamannafundi í dag. „Hungrið hefur aðeins dáið vegna erfiðra meiðsla. Mér tókst að vera stór hérna hjá FH og komast í eitt af bestu liðum í heimi. Mín stefna er að koma hingað, sækja hungrið og fara svo út aftur." Logi ætlar að halda áfram að berjast um sæti í landsliðinu. „Ég er ekki kominn hingað til að hvíla mig. Ég ætla að berjast um sæti í landsliðinu, einu af þremur bestu landsliðum heims í dag," sagði Logi sem hefur glímt við erfið meiðsli síðustu ár. „Öxlin er nokkuð góð. Það er ár síðan ég fór í aðgerðina. Það hefur verið stöðug framþróun. Hér heima fæ ég bestu meðhöndlun sem ég hef fengið og ég stefni á að vera kominn í mitt besta form fyrir næsta vetur. Ef Guð er til næ ég heilu tímabili í FH án þess að meiðast," sagði Logi. „Formlegar samningaviðræður tóku um hálftíma," sagði Þorgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH á blaðamannafundinum í dag. Logi brosti og sagði það kannski hafa verið nær klukkutíma. „Efnislega var gengið frá þessu í gærkvöldi. Samningurinn er til tveggja ára. Logi hefur metnað til að snúa aftur í atvinnumennsku en við sjáum hvernig það þróast. Við munum ekki standa í vegi fyrir honum ef áhugi kemur að utan fyrir næsta vor," sagði Þorgeir og tilkynnti að Logi muni spila allt næsta tímabil nema eitthvað stórkostlegt gerist. „Varðandi ástandið á honum þá var hann settur í læknisskoðun í gær og stóðst það próf mjög vel. Við höfum ekki áhyggjur af líkamlegu ásigkomulagi hans." „Það er engin stórkostleg stefnubreyting á vegum deildarinnar að fá Loga. Þetta er bara tækifæri sem kom upp og við gripum það. Við erum áfram að vinna eftir sömu formúlu, það er að byggja liðið upp á okkar eigin leikmönnum. Við viljum gera unga og hæfileikaríka leikmenn enn betri. Ég er sannfærður um að Logi muni hjálpa okkur mikið í því," sagði Þorgeir. Logi mun gera meira hjá FH en spila fyrir liðið. Félagið mun standa fyrir handboltaskóla fyrir unga iðkendur í ágúst og mun Logi stýra því verkefni.
Olís-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira