Logi: Ef Guð er til næ ég heilu tímabili án meiðsla Elvar Geir Magnússon skrifar 13. apríl 2010 16:15 Logi á blaðamannafundinum í dag. Mynd/Vilhelm „Þetta er ungt og flott lið. Það hefur verið mikil uppbygging í gangi sem hefur skilað sér," sagði Logi Geirsson sem er kominn heim úr atvinnumennskunni erlendis og genginn í raðir uppeldisfélagsins FH. „Ég geri tveggja ára samning og ætla mér að spila með félaginu þar til eitthvað annað kemur fram. Ég vænti þess að það komi einhver tilboð frá öðrum félögum," sagði Logi á blaðamannafundi í dag. „Hungrið hefur aðeins dáið vegna erfiðra meiðsla. Mér tókst að vera stór hérna hjá FH og komast í eitt af bestu liðum í heimi. Mín stefna er að koma hingað, sækja hungrið og fara svo út aftur." Logi ætlar að halda áfram að berjast um sæti í landsliðinu. „Ég er ekki kominn hingað til að hvíla mig. Ég ætla að berjast um sæti í landsliðinu, einu af þremur bestu landsliðum heims í dag," sagði Logi sem hefur glímt við erfið meiðsli síðustu ár. „Öxlin er nokkuð góð. Það er ár síðan ég fór í aðgerðina. Það hefur verið stöðug framþróun. Hér heima fæ ég bestu meðhöndlun sem ég hef fengið og ég stefni á að vera kominn í mitt besta form fyrir næsta vetur. Ef Guð er til næ ég heilu tímabili í FH án þess að meiðast," sagði Logi. „Formlegar samningaviðræður tóku um hálftíma," sagði Þorgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH á blaðamannafundinum í dag. Logi brosti og sagði það kannski hafa verið nær klukkutíma. „Efnislega var gengið frá þessu í gærkvöldi. Samningurinn er til tveggja ára. Logi hefur metnað til að snúa aftur í atvinnumennsku en við sjáum hvernig það þróast. Við munum ekki standa í vegi fyrir honum ef áhugi kemur að utan fyrir næsta vor," sagði Þorgeir og tilkynnti að Logi muni spila allt næsta tímabil nema eitthvað stórkostlegt gerist. „Varðandi ástandið á honum þá var hann settur í læknisskoðun í gær og stóðst það próf mjög vel. Við höfum ekki áhyggjur af líkamlegu ásigkomulagi hans." „Það er engin stórkostleg stefnubreyting á vegum deildarinnar að fá Loga. Þetta er bara tækifæri sem kom upp og við gripum það. Við erum áfram að vinna eftir sömu formúlu, það er að byggja liðið upp á okkar eigin leikmönnum. Við viljum gera unga og hæfileikaríka leikmenn enn betri. Ég er sannfærður um að Logi muni hjálpa okkur mikið í því," sagði Þorgeir. Logi mun gera meira hjá FH en spila fyrir liðið. Félagið mun standa fyrir handboltaskóla fyrir unga iðkendur í ágúst og mun Logi stýra því verkefni. Olís-deild karla Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Sjá meira
„Þetta er ungt og flott lið. Það hefur verið mikil uppbygging í gangi sem hefur skilað sér," sagði Logi Geirsson sem er kominn heim úr atvinnumennskunni erlendis og genginn í raðir uppeldisfélagsins FH. „Ég geri tveggja ára samning og ætla mér að spila með félaginu þar til eitthvað annað kemur fram. Ég vænti þess að það komi einhver tilboð frá öðrum félögum," sagði Logi á blaðamannafundi í dag. „Hungrið hefur aðeins dáið vegna erfiðra meiðsla. Mér tókst að vera stór hérna hjá FH og komast í eitt af bestu liðum í heimi. Mín stefna er að koma hingað, sækja hungrið og fara svo út aftur." Logi ætlar að halda áfram að berjast um sæti í landsliðinu. „Ég er ekki kominn hingað til að hvíla mig. Ég ætla að berjast um sæti í landsliðinu, einu af þremur bestu landsliðum heims í dag," sagði Logi sem hefur glímt við erfið meiðsli síðustu ár. „Öxlin er nokkuð góð. Það er ár síðan ég fór í aðgerðina. Það hefur verið stöðug framþróun. Hér heima fæ ég bestu meðhöndlun sem ég hef fengið og ég stefni á að vera kominn í mitt besta form fyrir næsta vetur. Ef Guð er til næ ég heilu tímabili í FH án þess að meiðast," sagði Logi. „Formlegar samningaviðræður tóku um hálftíma," sagði Þorgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH á blaðamannafundinum í dag. Logi brosti og sagði það kannski hafa verið nær klukkutíma. „Efnislega var gengið frá þessu í gærkvöldi. Samningurinn er til tveggja ára. Logi hefur metnað til að snúa aftur í atvinnumennsku en við sjáum hvernig það þróast. Við munum ekki standa í vegi fyrir honum ef áhugi kemur að utan fyrir næsta vor," sagði Þorgeir og tilkynnti að Logi muni spila allt næsta tímabil nema eitthvað stórkostlegt gerist. „Varðandi ástandið á honum þá var hann settur í læknisskoðun í gær og stóðst það próf mjög vel. Við höfum ekki áhyggjur af líkamlegu ásigkomulagi hans." „Það er engin stórkostleg stefnubreyting á vegum deildarinnar að fá Loga. Þetta er bara tækifæri sem kom upp og við gripum það. Við erum áfram að vinna eftir sömu formúlu, það er að byggja liðið upp á okkar eigin leikmönnum. Við viljum gera unga og hæfileikaríka leikmenn enn betri. Ég er sannfærður um að Logi muni hjálpa okkur mikið í því," sagði Þorgeir. Logi mun gera meira hjá FH en spila fyrir liðið. Félagið mun standa fyrir handboltaskóla fyrir unga iðkendur í ágúst og mun Logi stýra því verkefni.
Olís-deild karla Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti