Bókmenntafræðingur talar - Soffíu svarað 21. febrúar 2007 05:00 Langt er orðið síðan ég fékkst við bókmenntafræði. Í þeirri grein sem öðrum hafa jafnan verið margar kenningar á lofti, en mér er minnisstætt að kennarar mínir lögðu áherslu á að öll túlkun yrði að eiga sér stoð í texta verkanna og miða að því að gera þau skiljanlegri lesendum en ella. Hvaða öðrum tilgangi á þessi fræðigrein að þjóna? Látum vera þótt fólk stundi textatilraunir og leiki sér innan háskólaveggja, en til þess verður að ætlast að fræðimenn, þegar þeir ávarpa almenning, hafi einhverju að miðla sem upplýstur lesandi skilur og getur haft gagn af. Pistillinn Frá bókmenntafræðingi sem birtist í Fréttablaðinu 28. janúar, við hliðina á viðtali við Hermann Stefánsson rithöfund, vakti athygli mína og umhugsun. Satt að segja varð hann til að veikja trú mína á gildi bókmenntafræði eins og hún virðist stunduð hér núna. Í blaðinu eu hugleiðingar Soffíu Bjarnadóttur um skáldsögur. Eins nykraðan vaðal um bókmenntir hef ég ekki lengi lesið. Inntakið í pistinum virðist það að skáldsagan hafi óljós landamerki nú á dögum, rúmi allt: „Hún sýgur í sig allar greinar, miðlar því sem er og ekki er.“ Látum svo vera, en síðan kemur: „Það var eitthvað í nútímamanninum sem kallaði á skáldsöguna. Óumræðileg þörf, frelsi og einstaklingshyggja, samsuða í speglasalnum.“ Myndmálið er nokkuð undarlegt: speglasalur og eldhús í einni vistarveru. Og svo má spyrja hvenær „nútímamaðurinn“ fæddist, sá er kallaði á skáldsöguna. Skáldsögur hafa verið ritaðar öldum saman eins og bókmenntafræðingar vita. Nútímasögunni er svo lýst: „Þefurinn af sjálfskapandi minningum verður undirstaða í þversagnakenndum heimi.“ Þefur sem undirstaða, ekki er það góður grundvöllur. Hvað eru „sjálfskapandi minningar“? Eru til einhverjar minningar sem ekki mótast í huga einstaklingsins sjálfs? Enn segir bókmenntafræðingurinn: Sagan „er athvarf sem fóstrar skissur lífsins“. Þetta mun merkja að hún feli í sér myndir og skynjanir höfundarins, það er að hún sé smíðuð úr margháttaðri lífsreynslu hans. Athvarfið er stundum „með eindæmum hrörlegt“, segir hér. Þýðir það að sumar skáldsögur séu afar ófullkomin listaverk? Því miður er þetta víst alveg satt. En þörfin fyrir sögur er engu að síður fyrir hendi: „Inn á milli moldaðra ánamaðka rís ómetanlegur heimur sem ekki er hægt að sleppa undan.“ Kannski ætti fræðimaðurinn fremur að fást við súrrealíska ljóðagerð. Að lokum nefnir Soffía Bjarnadóttir þrjár þýðingar „frá nýliðnum árum 21. aldar sem auka mikilvægi íslensku skáldsögunnar“. Hvernig íslenskar skáldsögur verða þyngri á metunum þótt út komi tilteknar þýðingar veit ég ekki, en merkar þýðingar opna íslenskum lesendum og höfundum vissulega nýjar víddir. Bækurnar þrjár eru: „Saga augans eftir Georges Batallie í þýðingu Björns Þorsteinssonar, Glerhjálmurinn eftir Sylviu Plath í þýðingu Fríðu Björk (hér á auðvitað að standa Bjarkar) Ingvarsdóttur og Umskiptin eftir Franz Kafka í þýðingu Ástráðs Eysteinssonar og Eysteins Þorvaldssonar.“ Síðasttalda sagan, eitt brautryðjendaverka módernísks sagnaskáldskapar, kom reyndar út á íslensku árið 1960 í þýðingu Hannesar Péturssonar og aftur í endurskoðaðri þýðingu hans 1983, undir nafninu Hamskiptin. Hún hefur því getað „aukið mikilvægi íslensku skáldsögunnar“ þegar á seinni hluta tuttugustu aldar. Með góðum vilja er í flestum tilvikum unnt að ráða í hvað Soffía Bjarnadóttir ætlar að segja í pistli sínum. En til bókmenntafræðinga verður að gera meiri kröfur en svo. Ég hef haldið að það sé liður í menntun þeirra að læra að skrifa um bókmenntir fyrir almenning með sómasamlegurm hætti. Höfundur er bókmenntafræðingur og útvarpsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Langt er orðið síðan ég fékkst við bókmenntafræði. Í þeirri grein sem öðrum hafa jafnan verið margar kenningar á lofti, en mér er minnisstætt að kennarar mínir lögðu áherslu á að öll túlkun yrði að eiga sér stoð í texta verkanna og miða að því að gera þau skiljanlegri lesendum en ella. Hvaða öðrum tilgangi á þessi fræðigrein að þjóna? Látum vera þótt fólk stundi textatilraunir og leiki sér innan háskólaveggja, en til þess verður að ætlast að fræðimenn, þegar þeir ávarpa almenning, hafi einhverju að miðla sem upplýstur lesandi skilur og getur haft gagn af. Pistillinn Frá bókmenntafræðingi sem birtist í Fréttablaðinu 28. janúar, við hliðina á viðtali við Hermann Stefánsson rithöfund, vakti athygli mína og umhugsun. Satt að segja varð hann til að veikja trú mína á gildi bókmenntafræði eins og hún virðist stunduð hér núna. Í blaðinu eu hugleiðingar Soffíu Bjarnadóttur um skáldsögur. Eins nykraðan vaðal um bókmenntir hef ég ekki lengi lesið. Inntakið í pistinum virðist það að skáldsagan hafi óljós landamerki nú á dögum, rúmi allt: „Hún sýgur í sig allar greinar, miðlar því sem er og ekki er.“ Látum svo vera, en síðan kemur: „Það var eitthvað í nútímamanninum sem kallaði á skáldsöguna. Óumræðileg þörf, frelsi og einstaklingshyggja, samsuða í speglasalnum.“ Myndmálið er nokkuð undarlegt: speglasalur og eldhús í einni vistarveru. Og svo má spyrja hvenær „nútímamaðurinn“ fæddist, sá er kallaði á skáldsöguna. Skáldsögur hafa verið ritaðar öldum saman eins og bókmenntafræðingar vita. Nútímasögunni er svo lýst: „Þefurinn af sjálfskapandi minningum verður undirstaða í þversagnakenndum heimi.“ Þefur sem undirstaða, ekki er það góður grundvöllur. Hvað eru „sjálfskapandi minningar“? Eru til einhverjar minningar sem ekki mótast í huga einstaklingsins sjálfs? Enn segir bókmenntafræðingurinn: Sagan „er athvarf sem fóstrar skissur lífsins“. Þetta mun merkja að hún feli í sér myndir og skynjanir höfundarins, það er að hún sé smíðuð úr margháttaðri lífsreynslu hans. Athvarfið er stundum „með eindæmum hrörlegt“, segir hér. Þýðir það að sumar skáldsögur séu afar ófullkomin listaverk? Því miður er þetta víst alveg satt. En þörfin fyrir sögur er engu að síður fyrir hendi: „Inn á milli moldaðra ánamaðka rís ómetanlegur heimur sem ekki er hægt að sleppa undan.“ Kannski ætti fræðimaðurinn fremur að fást við súrrealíska ljóðagerð. Að lokum nefnir Soffía Bjarnadóttir þrjár þýðingar „frá nýliðnum árum 21. aldar sem auka mikilvægi íslensku skáldsögunnar“. Hvernig íslenskar skáldsögur verða þyngri á metunum þótt út komi tilteknar þýðingar veit ég ekki, en merkar þýðingar opna íslenskum lesendum og höfundum vissulega nýjar víddir. Bækurnar þrjár eru: „Saga augans eftir Georges Batallie í þýðingu Björns Þorsteinssonar, Glerhjálmurinn eftir Sylviu Plath í þýðingu Fríðu Björk (hér á auðvitað að standa Bjarkar) Ingvarsdóttur og Umskiptin eftir Franz Kafka í þýðingu Ástráðs Eysteinssonar og Eysteins Þorvaldssonar.“ Síðasttalda sagan, eitt brautryðjendaverka módernísks sagnaskáldskapar, kom reyndar út á íslensku árið 1960 í þýðingu Hannesar Péturssonar og aftur í endurskoðaðri þýðingu hans 1983, undir nafninu Hamskiptin. Hún hefur því getað „aukið mikilvægi íslensku skáldsögunnar“ þegar á seinni hluta tuttugustu aldar. Með góðum vilja er í flestum tilvikum unnt að ráða í hvað Soffía Bjarnadóttir ætlar að segja í pistli sínum. En til bókmenntafræðinga verður að gera meiri kröfur en svo. Ég hef haldið að það sé liður í menntun þeirra að læra að skrifa um bókmenntir fyrir almenning með sómasamlegurm hætti. Höfundur er bókmenntafræðingur og útvarpsmaður.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun