Fleiri fréttir

Segja Brexit samninganefndina karlaklúbb

Fimmtíu og sex þingkonur skrifuðu undir áskorun til forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, þess efnis að endurskoða kynjahlutfallið í bresku samninganefndinni sem falið er að leiða Bretland úr Evrópusambandinu. Segja þingkonurnar að samninganefndin sé eins og hver annar karlaklúbbur.

O.J. Simpson sækir um reynslulausn

Fjórir meðlimir í nefnd Nevada ríkis um reynslulausn munu á fimmtudaginn taka ákvörðun um hvort fangi númer 1027820 skuli hljóta reynslulausn.

Furstadæmin segjast ekki hakka Katara

Utanríkisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna segir fréttir um að ríkið hafi gert tölvuárás á katarskan fjölmiðil uppspuna. Katarski ríkisfjölmiðillinn birti fréttir með tilvitnunum í emírinn í Katar sem sagðar eru skáldskapur.

Borgarstjóri Lundúna leggst gegn opinberri heimsókn Trump

Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, leggst gegn því að Bretar bjóði Donald Trump, Bandaríkjaforseta í íburðarmikla opinbera heimsókn. Gert er ráð fyrir því að Trump komi til Bretlast í opinbera heimsókn á næsta ári að því er fram kemur á vef CNN.

R. Kelly gefið að sök að heilaþvo hóp kvenna

Söngvarinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur undir nafninu R. Kelly er gefið að sök að hafa heilaþvegið hóp kvenna og beitt þær harðræði og ofbeldi. Foreldrar kvennanna sem dvelja hjá söngvaranum lýsa þessu sem eins konar sértrúarsöfnuði. Sex konur búa með Kelly en hann er sagður banna þeim að vera í samskiptum við fjölskyldu og vini.

Bjóða nágrönnum sínum til viðræðna

Þetta er í fyrsta sinn sem ný ríkisstjórn Moon Jae-in stingur upp á viðræðum sem eiga að gerast seinna í vikunni. Stjórnvöld Norður-Kóreu hafa þó ekki svarað enn.

Lífverðir forsetans segja lögmann hans fara með rangt mál

Lífvarðarsveit forseta Bandaríkjanna [e. Secret service], segist ekki hafa gefið grænt ljós á fund Trump yngri, með rússneskum lögfræðingi og málafylgjumaður sem starfaði áður í leyniþjónustu Sovétríkjanna, árið 2016.

Erdogan segir ESB hafa leikið sér að Tyrklandi

Forseti Tyrklands segir Evrópusambandið ekki standa með Tyrkjum og lýsir yfir þeim vilja að taka upp dauðarefsingar á ný. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að það myndi binda enda á aðildarumsókn Tyrkja.

Skotin til bana á kjörstað

Kona var skotin til bana í Caracas í Venesúela í dag þegar hún beið þess að greiða óformlegt atkvæði um breytingar á stjórnarskrá landsins.

Macron ítrekar ábyrgð Frakka á örlögum 13 þúsund Gyðinga í París

Emanuel Macron forseti Frakklands segir Frakka ekki geta vikist undan ábyrgð sinni á því þegar um þrettán þúsund gyðingum var safnað saman fyrir 75 árum og sendir áfram í útrýmingarbúðir nasista. Forsætisráðherra Ísraels var gestur á minningarathöfn um voðaverkin í París í dag.

Þúsundir mótmæla lögum um dómara í Póllandi

Þúsundir manna með pólska fánann og fána Evrópusambandsins komu saman fyrir framan þinghúsið í Varsjá höfuðborg Póllands í dag til að mótmæla fyrirhuguðum breytingum á lögum um skipan dómara í landinu. Efri deild pólska þingsins samþykkti frumvarpið í gær en það felur í sér að pólska þingið og dómsmálaráðherrann skipi dómara.

Ákærður fyrir fimm sýruárásir

Sextán ára unglingspiltur hefur verið ákærður af bresku lögreglunni fyrir fimm sýruárásir í London síðastliðið fimmtudagskvöld.

Vinir og stuðningsmenn Liu Xiaobo æfir yfir ákvörðun stjórnvalda

Vinir og stuðningsmenn kínverska aðgerðasinnans Liu Xiaobo eru æfir út í kínversk stjórnvöld sem tóku þá ákvörðun, í miklum fljótheitum, að dreifa ösku Xiaobo í hafið norðaustur af Kína. Vinir hans telja að yfirvöld hafi farið sér óðslega til að aftra því að Xiaobo fengi viðeigandi grafreit. Þetta kemur fram á vef The Guardian.

„Lygi eftir lygi eftir lygi“

Fréttaþulur Fox News hélt reiðilestur um blekkingarleik Donalds Trump og félaga vegna frétta af tengslum við Rússa í útsendingu í gær. Stöðin hefur almennt verið forsetanum vilholl.

Frekari útvötnun ferðabanns Trump fyrir Hæstarétt

Það kemur til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna að ákveða hvort að stjórn Donalds Trump hafi farið eftir lögum þegar hún ákvað hverjir skyldu undanþegnir ferðabanni hans og hverjir ekki.

Sýruárásum fjölgar í London

Árið 2014 voru 166 tilfelli skráð og árið 2015 voru þau 261. Í fyrra voru þau svo orðin 454 talsins. Árásir sem þessar eiga sér flestar stað í austurhluta borgarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir