Erlent

Flugvél Air Canada þrjátíu metrum frá árekstri við aðra flugvél

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Um 140 manns voru í flugvélinni
Um 140 manns voru í flugvélinni
Litlu munaði að illa færi þegar flugvél frá Air Canada ætlaði að lenda á flugvellinum í San Francisco í síðustu viku. Munaði um þrjátíu metrum að hún rækist í aðra vél sem gerði sig tilbúna fyrir flugtak. Ætlaði flugmaðurinn að lenda vél sinni en stefndi ómeðvitaður á þá braut þar sem flugvélar biðu eftir því að taka á loft. 

Fékk hann viðvörun frá flugumferðarstjórum og náði að koma í veg fyrir stórslys. 

Flugvélin, sem var að koma frá Toronto, hafði á þessari stundu farið um fjögur hundruð metra áleiðis yfir ranga braut.

Rannsókn á tildrögum atviksins er í gangi.

Hægt er að heyra upptöku af samskiptum flugumferðarstjóra og flugmannanna hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×