Erlent

Borgarstjóri Lundúna leggst gegn opinberri heimsókn Trump

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Borgarstjóri Lundúna, Sadiqe Khan segir það ekki við hæfi að bjóða Trump í íburðarmikla opinbera heimsókn.
Borgarstjóri Lundúna, Sadiqe Khan segir það ekki við hæfi að bjóða Trump í íburðarmikla opinbera heimsókn. Vísir/getty
Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, leggst gegn því að Bretar bjóði Donald Trump, Bandaríkjaforseta í íburðarmikla opinbera heimsókn. Gert er ráð fyrir því að Trump komi til Bretlast í opinbera heimsókn á næsta ári að því er fram kemur á vef CNN.

Khan segir að það sé ekki við hæfi að taka á móti Trump með kostum og kynjum á meðan hann hafi í frammi skoðanir og aðhyllist stefnumál sem landsmenn séu á öndverðum meiði við. Engan rauðan dregil, segir Khan sem bendir á að það sé mikill munur á venjulegri heimsókn og opinberri heimsókn.

Á leiðtogafundi G20-ríkjanna í Hamborg sagðist Trump ætla heimsækja Bretland en Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, bauð honum í formlega heimsókn strax eftir innsetningarathöfn Trumps.

Theresa May hefur boðið Bandaríkjaforseta í opinbera heimsókn.Vísir/getty
Khan segist þó ekki sjálfur útiloka fund með Trump, standi hann honum til boða. Hann segir Trump aðhyllast skoðanir sem hann vilji breyta.

„Ef þú heldur að það sé ekki hægt að vera Múslimi og stoltur Vesturlandabúi skal ég glaður hrekja þá hugmynd, hvort sem þú ert fréttamaður frá CNN eða Donald Trump,“ segir Sadiq Khan sem er fyrsti Músliminn til að gegna embætti borgarstjóra Lundúna.

Þegar Khan náði fyrst kjöri sagði hann:

„Ég er stoltur og hreykinn af mörgu. Ég er yfir mig stoltur af að vera íslamstrúar. Ég er mjög stoltur af að vera frá Suður-Lundúnum. Ég er stoltur af að vera faðir, eiginmaður og langþjáður aðdáandi Liverpool, af asískum uppruna og af pakistönskum ættum. Við erum öll af ólíkum uppruna og ein ástæða þess að Lundúnir er merkasta borg veraldar er að maður getur verið sá sem maður er."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×