Erlent

Átta létust þegar veggur hrundi á knattspyrnuleikvangi

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Demba Diop er í höfuðborg landsins, Dakar
Demba Diop er í höfuðborg landsins, Dakar AFP

Átta létust og að minnsta kosti fjörutíu og níu slösuðust þegar veggur á Demba Diop fótboltavellinum í Senegal hrundi í nótt.

Demba Diop er í höfuðborg landsins, Dakar, en slysið varð á leik Stade de Mbour og Union Sportive Ouakam. Var þetta úrslitaleikur í bikarkeppninni þar í landi.

Mbour skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og sauð þá upp úr á milli stuðningsmanna liðanna. Lögreglan greip þá til þess ráðs að beita táragasi og á það að hafa leitt til ofsahræðslu og troðnings á vellinum. Veggurinn hrundi í kjölfarið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira