Erlent

Dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að hafa brennt mann á báli

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Bakken var sóttur af árásarmönnunum og sakaður um að hafa brotið gegn ættingja þeirra. Nils Olav Bakken sést á myndinni til hægri.
Bakken var sóttur af árásarmönnunum og sakaður um að hafa brotið gegn ættingja þeirra. Nils Olav Bakken sést á myndinni til hægri. Skjáskot/VG
Búið er að dæma Odd Raymond Olsen í 20 ára fangelsi í Noregi fyrir að hafa myrt Nils Olav Bakke og brennt hann á báli. Ein kona, sem kölluð er sjöbarnamóðirin, og sonur hennar hafa einnig verið dæmd til 19 ára fangelsisvistar fyrir að hafa átt hlut að máli. Rétturinn taldi ólíklegt að þau hafi ekki vitað hvert stefndi.

Talið er að Olsen hafi stungið Bakken nokkrum sinnum með hníf. Olsen hafi síðan kveikt í Bakken og er hann talinn vera höfuðpaurinn í málinu. Samkvæmt Olsen sóttu tvítugi maðurinn bensínið og eldspýturnar sem notaðar voru til að kveikja í Bakken. Sá viðurkenndi einnig að hafa sparkað í Bakken en að hann hafi ekki vitað að búið væri að stingja hann með hníf.

Olsen játaði

Dómurinn tók fram að morðið hafi ekki komið til af hvatvísi. Olsen viðurkenndi sök en sjöbarnamóðirin og sonur hennar neituðu. Allir sakborningar neituðu því að um skipulagt morð hafi verið að ræða.

„Olsen er sá sem talinn er hafa borið ábyrgð á þeim atburðum sem leiddu til dauða hans. Samkvæmt niðurstöðu dómsins er talið að Olsen hafi ákveðið að hann skyldi deyja. Þrátt fyrir að dómurinn geti ekki staðfest að morðið hafi verið planað eru ýmis atriði sem varpa ljósi á að svo hafi verið. Dómurinn komst að því að þessi atriði leiði samanlagt til þess að hann fá þyngri dóm en hinir tveir sakborningar,“ segir í dómsúrskurði sem vitnað er í á fréttamiðlinum VG.

Hefndarmorð

Talið er að um hefndarmorð hafiverið að ræða. Sakborningar viðurkenndu að þau hefðu náð í Bakken og ætlað sér að ræða við hann um alvarlegt málefni sem tengdist Bakken og nákomnum ættingja þeirra. Þau vildu öll að hann myndi viðurkenna mistök sín gagnvart ættingja þeirra. Sjöbarnamóðirin keyrði síðan að Veståsen þar sem morðið var framið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×