Erlent

Seldu hrossakjöt sem var óhæft til neyslu

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Rannsóknin fór af stað þegar írsk yfirvöld komust að því árið 2013 að í frosnum hamborgurum sem seldir voru í ýmsum matvöruverslunum, til að mynda í Tesco, innihéldu erfðaefni úr hestum.
Rannsóknin fór af stað þegar írsk yfirvöld komust að því árið 2013 að í frosnum hamborgurum sem seldir voru í ýmsum matvöruverslunum, til að mynda í Tesco, innihéldu erfðaefni úr hestum. AFP
Spænska lögreglan í samstarfi við Europol hefur leyst upp skipulögð glæpasamtök sem smygluðu, verkuðu og seldu hrossakjöt sem var óhæft til neyslu og var selt til manneldis.

66 einstaklingar hafa verið handteknir en yfirvöld í Belgíu, Frakklandi, Ítalíu, Portúgal, Rúmeníu, Sviss og Bretlandi tóku þátt í aðgerðunum. 65 hafa verið kærðir.



Rannsóknin fór af stað þegar írsk yfirvöld komust að því árið 2013 að frosnir hamborgarar sem seldir voru í ýmsum matvöruverslunum, til að mynda í Tesco, innihéldu hrossakjöt. 

Spænska lögreglan að störfumEuropol
Hollenskur viðskiptamaður var grunaður um að hafa skipulagt söluna en ekki var vitað hvar hann var staddur og fannst hann ekki.

Spænska rannsóknin fór af stað á síðasta ári þegar grunsemdir vöknuðu um misferli á hrossakjötsmarkaðinum. Kom í ljós að hestar sem voru óhæfir til manneldis var slátrað í tveimur mismunandi sláturhúsum.

Europol
Hestarnir komu frá Portúgal og frá nokkrum stöðum á norðurhluta Spánar. Kjötið var verkað í sérstakri aðstöðu og var síðan sent til Belgíu sem er einn helsti útflutningsaðili hrossakjöts í Evrópusambandinu.

Glæpasamtökin fölsuðu svo skjöl um hestana og upplýsingar um kjötið.

Hollenski maðurinn stjórnaði samtökunum frá Alicante og tókst lögregluyfirvöldum á Spáni að finna hann. Hann hefur nú verið handtekinn.

Europol



Fleiri fréttir

Sjá meira


×