Fleiri fréttir

Ellefu myrtir í barnaafmæli í Mexíkó

Mikil aukning hefur orðið á ofbeldinu sem tengist glæpaklíkum landsins upp á síðkastið og í maí síðastliðnum voru um 2200 manns myrtir í landinu, sem gera um sjötíu morð á hverjum degi.

Hægt að verða eyjajarl fyrir 600 milljónir

Skoska eyjan Ulva við vesturströnd landsins er til sölu í fyrsta sinn í sjötíu ár. Business Insider greinir frá því að hægt sé að eignast eyjuna fyrir 4,25 milljónir punda, jafnvirði 590 milljóna íslenskra króna.

Ríkisstjórn Breta leggur fram lykilfrumvarp vegna BREXIT

Breska ríkisstjórnin birti í gær frumvarp er snýr að Brexit. Fjallar frumvarpið um innleiðingu laga Evrópusambandsins í bresk lög sem og afnám laga er samþykkt voru við inngöngu Bretlands. Stjórnarandstaðan mun ekki styðja frumvarpið í

Trump og Macron leika á als oddi í París

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi með forseta Frakklands í dag að allir í sporum sonar hans hefðu mætt á fund með rússneska lögmanninum sem lofaði skaðlegum upplýsigum um andstæðing hans Hillary Clinton í kosningabaráttunni í fyrra.

Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd

Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina.

Liu Xiaobo er látinn

Nóbelsverðlaunahafinn hafði glímt við ólæknandi lifrarkrabbamein að undanförnu og hafði verið sleppt úr fangelsi í Kína vegna veikinda sinna.

Lögregla skaut niður mann í Kaupmannahöfn

Samkvæmt frétt danska dagblaðsins Jyllandsposten barst lögreglu tilkynning snemma í morgun um að maður sæti í bíl í norðvesturhluta borgarinnar og svæfi.

Trump: Frábær stemning í Hvíta húsinu

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að andrúmsloftið í Hvíta húsinu sé frábært, þrátt fyrir að yfir standi umfangsmikil rannsókn á meintum afskiptum Rússa af kosningabaráttu Trump í fyrra.

Trump segir soninn opinn og saklausan

Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans.

Myndin tekin tveimur árum áður en Earhart hvarf

Umdeild ljósmynd sem á að sýna flugkonuna Ameliu Earhart og Fred Noonan í haldi Japana á Jaluit-rifi í Marhsall eyjaklasanum árið 1937 birtist í ferðabók sem gefin var út í Japan árið 1936.

Gæti tekið mánuði að bera kennsl á líkin

Búist er við að það muni taka að minnsta kosti fjóra mánuði að finna og bera kennsl á þá sem létust í brunanum í Grenfell-turni í London í síðasta mánuði.

Tchenguiz selur Hilton-hótel

Breski kaupsýslumaðurinn Vincent Tchenguiz hyggst selja tíu Hilton-hótel í Bretlandi fyrir allt að 600 milljónir punda eða um 81 milljarð íslenskra króna.

Enn hrellir Rússagrýlan Donald Trump

Donald Trump yngri sótti fund þar sem honum var lofað upplýsingum um Hillary Clinton. Trump yngri var upplýstur um að upplýsingarnar væru hluti af stuðningi yfirvalda í Rússlandi við framboðið.

Leiðtoginn sagður látinn

Svo virðist sem Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Íslamskt ríki (ISIS), sé fallinn frá.

Segist ekki hafa sagt pabba sínum

Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, segist ekki hafa sagt föður sínum frá fundi sem hann átti með rússneskum lögfræðingi sem taldi sig geta aðstoðað við að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra.

Stjórnvöld á Haítí stofna nýjan her

Í tilkynningu frá Varnarmálaráðuneytinu kemur fram að stjórnvöld ætli sér að stofna nýjan her. Landið hefur verið herlaust í tuttugu ár.

Hönd í hönd á sólarströnd: Strandgestir björguðu fjölskyldu

Gestir á ströndinni við Panama-borg í Flórída tóku höndum saman og björguðu fjölskyldu frá drukknun með því að mynda „mennska keðju.“ Jessica Mae Simmons greindi frá örlagararíkri strandferð með manninum sínum á Facebook síðunni sinni. Þau höfðu í hyggju að slaka á og ætluðu þau sér að borða í rólegheitum á ströndinni. Fljótlega varð þeim ljóst að ekki var allt með felldu. Heil fjölskylda hafði lent í útsogi en útsogsstraumurinn togaði fjölskylduna langt út í sjó og var fólkið hætt komið þegar strandgestirnir náðu til þeirra.

„Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstana

Í póstunum segir berum orðum að fundurinn sé til að koma upplýsingum í þeirra hendur sem gætu skaðað framboð Hillary Clinton og að það sé liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump.

Sjá næstu 50 fréttir