Erlent

33 slösuðust í rússíbana á Spáni

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Öryggisskoðun var framkvæmd á rússíbananum í morgun. Hann stóðst skoðunina, að sögn forsvarsmanna.
Öryggisskoðun var framkvæmd á rússíbananum í morgun. Hann stóðst skoðunina, að sögn forsvarsmanna.

Að minnsta kosti þrjátíu og þrír slösuðust þegar tveir vagnar í rússíbana í Madrid á Spáni skullu saman í dag. Þar af slösuðust sex börn undir tíu ára aldri. Talið er að bremsan á öðrum vagninum hafi bilað með þeim afleiðingum að hann hafnaði aftan á næsta vagni.

Allir um borð í tívolítækinu voru fluttir á sjúkrahús eftir slysið en mildi þykir að engan hafi sakað alvarlega. Áverkarnir voru fyrst og fremst verkir í baki, hálsi og maga.

Atvikið átti sér stað í rússíbananum Tren de la Mina sem er í hinum fjölsótta skemmtigarði Parque de Atracciones. Öryggisskoðun var framkvæmd á rússíbananum áður en garðurinn var opnaður í dag og að sögn forsvarsmanna hans stóðst hann skoðunina. Unnið er að því að finna út hvað fór úrskeiðis.

Rússíbanann má sjá hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira