Erlent

Óvænt snjókoma olli vandræðum í Chile

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Snjókoman er sú mesta í áratug.
Snjókoman er sú mesta í áratug. vísir/afp
fátíði atburður átti sér stað í Santiago í Chile í dag þegar snjókorn tóku að falla af himnum ofan. Snjókoman varð hins vegar til þess að rafmagnslaust varð á stóru svæði í höfuðborginni og samgöngur fóru úr skorðum. Þá varð eitt dauðsfall.

Ofanbylurinn í dag er sá mesti á þessum slóðum frá árinu 2007, en óvenju kalt hefur verið í Santiago undanfarnar vikur. Snjóþunginn varð svo mikill að tré buguðust undan álaginu og féllu á rafmagnslínur, sem gerði það að verkum að rafmagnslaust varð hjá allt að 250 þúsund manns í borginni. Þá lést einn og tveir slösuðust.

Sömuleiðis urðu talsverðar tafir á umferð og fresta þurfti nokkrum íþróttaleikjum vegna veðursins.

Börnin höfðu þó gaman að þessum óvænta atburði og mátti sjá þau fjölmörg að leik í allan dag.

Fólk á öllum aldri gat skemmt sér í snjónum í dag.vísir/afp
Svo óvænta atburði þarf vissulega að festa á filmu.vísir/afp



Fleiri fréttir

Sjá meira


×