Erlent

Togari kom til hafnar í Færeyjum með fjóra látna sjómenn

Kjartan Kjartansson skrifar
Togarinn kom til hafnar í Færeyjum í gær. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Togarinn kom til hafnar í Færeyjum í gær. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Vísir/GVA
Rússneskur togari kom til hafnar í Færeyjum í gærmorgun með fjóra látna sjómenn. Talið er að banamein þeirra hafi verið koltvísýringseitrun.

Samkvæmt frétt færeyska ríkisútvarpsins Kringvarpsins tóku lögreglumenn og starfsmenn færeysku siglingamálastofnunarinnar á móti togaranum Kaptain Sulimov. Ekki leiki hins vegar grunur á um að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað.

Togarinn var á alþjóðlegu hafsvæði norður af Færeyjum þegar mennirnir létust. Í frétt KVF segir að færeyska lögreglan hafi ekki lögsögu í málinu. Því verði lík mannanna ekki krufin nema að rússnesk yfirvöld skipi fyrir um það.

Niels Erik Nymark Jensen, aðaðvarðstjóri hjá lögreglunni í Færeyjum, staðfestir við Kringvarpið að Rússarnir fjórir hafi látist úr koltvísýringseitrun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×