Erlent

Þrír fórust í eldsvoða í háhýsi á Havaí

Kjartan Kjartansson skrifar
Ytra byrði Marco Polo-háhýsisins í Honolúlú er sótsvart eftir eldsvoðann þar í gærkvöldi.
Ytra byrði Marco Polo-háhýsisins í Honolúlú er sótsvart eftir eldsvoðann þar í gærkvöldi. Vísir/AFP
Eldsvoði í 36 hæða háhýsi í Honolúlú á Havaí varð þremur mönnum að bana í gær. Fimm aðrir slösuðust í eldinum.

Slökkviliðsmenn börðust við eldinn í um fjórar klukustundir og tókst þeim að ná stjórn á honum um klukkan hálf sjö í gærkvöldi að staðartíma eða klukkan 4:30 í nótt að íslenskum tíma.

Ekki er vitað um eldsupptök. Eldurinn virðist hins vegar hafa kviknað á 26. hæð byggingarinnar. Samkvæmt frétt Reuters-fréttastofunnar barst hann fljótt í hæðirnar tvær fyrir ofan.

Ekkert úðarakerfi er í háhýsinu en það var byggt árið 1971, áður en byggingarreglugerðir í Honolúlú kröfðust þess. Embættismenn borgarinnar segja að hægt hefði verið að takmarka eldinn við hæðina sem hann hann braust út á hefði slíkt kerfi verið til staðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×