Erlent

Kínverjar banna Bangsímon

Forsetinn þykir líkur bangsanum. Nordicphotos/AFP
Forsetinn þykir líkur bangsanum. Nordicphotos/AFP vísir/afp
Kína Ekki er lengur hægt að skrifa um eða deila myndum af hinum viðkunnanlega bangsa Bangsímon, sé maður á inter­netinu í Kína. BBC greindi frá þessu. Ástæðan er sögð sú að Kínverjar hafi deilt myndum af Bangsímon í sambærilegum aðstæðum og forseti landsins, Xi Jinping, og líkt forsetanum við barnabókabangsann vinsæla. Segir í umfjöllun BBC að Kínverjar líði ekki að hæðst sé að leiðtoganum. Því megi ekki líkja forsetanum við barnabókapersónu. „Hér er forsetinn herra Grár. Hann er ekki með neinn kjánaskap. Hann gerir aldrei mistök og er yfir almenning hafinn. Það má ekki gagnrýna hann,“ skrifar Stephen McDonnell, blaðamaður BBC í Peking, höfuðborg Kína. – þea


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×