Fleiri fréttir

Breytingar á frumvarpi í farvegi: ÁTVR verði ekki lagt niður

Í nýju nefndaráliti Alþingis eru lagðar til veigamiklar breytingar á áfengisfrumvarpinu, að rekstur ÁTVR haldi áfram og að áfengi verði ekki selt í matvöruverslunum heldur sérverslunum með áfengi. Vonast er til að málið verði afgreitt úr nefnd á þessu þingi.

Krafðist gæsluvarðhalds yfir 17 ára hælisleitanda sem er andlega veikur

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að 17 ára hælisleitandi sem kom hingað til lands þann 27. desember síðastliðinn skuli ekki sæta gæsluvarðhaldi en lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafði krafist gæsluvarðhalds yfir piltinum.

Byggja þarf 280 hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu til að mæta grunnþörf

Byggja þarf 280 hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu fram til 2022 til viðbótar við þau sem þegar er áætlað að byggja. Engar áætlanir hafa verið gerðar um þessi rými en byggingarkostnaður er um níu milljarðar króna. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að verði þörfinni ekki mætt muni það auka enn frekar á útskriftarvanda spítalans.

Neitar að segja upp þegar hann verður sjötugur

Sextíu og átta ára gamall kennari við MH hefur tilkynnt rektor skólans að hann þurfi að reka hann því hann vilji ekki láta af störfum fyrir aldurs sakir þegar hann verður sjötugur. Hann segir einkennilegt að fólk með þrótt og kraft sé skikkað á eftirlaun gegn vilja sínum.

Tóku fyrstu skóflustunguna að 201 Smára

Fyrsta skóflustungan að nýju hverfi í Kópavogi, 201 Smára, var tekin í dag. Það voru þau Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, Theodóra S. Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs og Ingvi Jónasson, framkvæmdastjóri Klasa, sem tóku skóflustunguna að fyrsta áfanga hverfisins.

Dagsektir lagðar á hrossaeiganda

Matvælastofnun hefur lagt dagsektir á hrossaeigenda á Austurlandi vegna ástands girðingar þar sem hross hans eru haldin.

Aldrei eins margir greinst með HIV hér á landi

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í.

Tólf hundruð mótmæla áformum um sameiningu

Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra fékk afhentan undirskriftalista í dag með 1200 undirskriftum þar sem sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans er mótmælt.

Varð fyrir tjóni í kjallara Hörpu

Hljóðfæraleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands sem slasaðist á leið til vinnu í bílastæðakjallara Hörpu fær ekki bætur úr ábyrgðartryggingu eigenda Hörpu eða bílakjallarans.

Geta ekki opnað sundlaug

Aðeins hefur ein umsókn um sumarstarf borist en auglýst hefur verið eftir fólki í á fimmta mánuð.

Gjaldkeri Vinstri grænna hópfjármagnar fyrstu íbúðarkaupin

Una Hildardóttir, gjaldkeri Vinstri grænna og upplýsingafulltrúi, hefur brugðið á það ráð að hópfjármagna fyrstu íbúðarkaupin sín. Hún segir í samtali við Vísi að hún geri þetta bæði í gamni og alvöru; þetta sé vissulega meiri ádeila heldur en hitt og vill Una vekja athygli á því hversu erfitt það er fyrir ungt fólk að kaupa sér húsnæði á sama tíma og það er á leigumarkaðnum.

Tíu í haldi grunaðir um fíkniefnasmygl

Óvenju miklar annir eru hjá lögreglunni á Suðurnesjum vegna fíkniefnainnflutnings. Tíu aðskilin smyglmál hafa komið upp á skömmum tíma. Rannsakað er hvort þau tengist innbyrðis.

Fatlaður fær kennslu eftir áralanga baráttu

Akureyrarbær viðurkennir mistök þegar stjórnendur neituðu fjölfötluðum dreng um kennslu í veikindum. Lagalegur réttur hans á sjúkrakennslu viðurkenndur, segir móðir drengsins.

Fá ekki 22 milljóna bætur eftir bruna

Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum hefur hafnað kröfu eigenda bifreiðaverkstæðis sem brann árið 2011 um bætur. Tjónið hljóðaði upp á rúmar 22 milljónir.

Seldi eitur sem heilsubótarefni

Lögreglan lagði hald á gríðarlegt magn af efninu, auk sítrónusýru og lyfjaglasa sem notuð voru við framleiðsluna, í nóvember 2015.

Hækkuðu eigin laun um 66 prósent

Laun formanns stjórnar lífeyrissjóðsins, bæjarstjórans Eiríks Björns Björgvinssonar, hækkuðu á milli ára um 66 prósent, fóru úr 180 þúsund krónum í 300 þúsund.

Lögreglustjórinn óttast uppþot í Leifsstöð

Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði á fundi hjá flugvirktarráði að lítið þyrfti til að uppþot yrðu í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Slíkt er ekki upplifun starfsmanna Isavia, segir upplýsingafulltrúi Isavia.

Sóknir hvattar til að sameinast

Búast má við meiri þunga í umræðu um sameiningu sókna. Kirkjuráð vill að sóknir sem hyggja á sameiningu eigi mögulega á styrk úr jöfnunarsjóði. Talsmaður sókna segir verulega vanta upp á framlög frá ríkinu.

Fráflæðisvandi á geðsviði LSH

Að jafnaði er tíunda hvert legurými geðdeilda Landspítalans upptekið af einstaklingum sem bíða eftir búsetuúrræði.

Niðurstaðan ekki óvænt segir saksóknari

Vararíkissaksóknari segir niðurstöðu í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar gegn íslenska ríkinu ekki koma á óvart. Mannréttindadómstóllinn hafi breytt dómaframkvæmd sinni. Dómurinn mun hafa mikil áhrif.

Vegleg kveðjuhóf starfsmanna haldin á kostnað borgarbúa

Reykjavíkurborg heldur veislu í Höfða í hvert sinn sem sviðsstjóri hjá borginni lætur af störfum. Veisla sem haldin var fyrir viku kostaði 400 þúsund krónur. Á gestalistanum voru meðal annars fyrrverandi stjórnmálamenn.

Yfirgaf bátinn vegna eldsvoða

Eldur kom upp í báti sem staddur var 2,6 sjómílur utan við Vopnafjörð laust fyrir klukkan 20 í kvöld.

Flugmenn uppseldir á Íslandi

Tæpur helmingur flugmanna WOW eru erlendir flugmenn sem fengnir eru í gegnum umboðsskrifstofu. Flestir eru frá Vestur-Evrópu en íslenskir kollegar þeirra eru einfaldlega uppseldir.

Sér fram á tekjuleysi í rúmt ár

Tekjuleysi í rúmt ár blasir við nýbakaðri móður í Bolungarvík þar sem ekkert dagforeldri er í bænum. Fleiri eru í sömu stöðu en húsnæði sem ætlað er dagforeldrum hefur staðið autt í tvö ár.

Spil gegn staðalímyndum

Börn borgarinnar fá spil þar sem má sjá alls konar fólk sinna fimmtán ólíkum störfum. Á öðru spjaldinu er kona að sinna starfinu og á hinu er karl að sinna starfinu. Á sumum spjöldum er óljóst hvort um karl eða konu er að ræða.

Margs konar gögn sýna að Ólafur Ólafsson sagði rangt frá

Í skýrslu rannsóknarnefndar um sölu Búnaðarbankans er ítrekað sýnt fram á aðkomu og vitneskju Ólafs Ólafssonar um baksamninga Kaupþings, þýska bankans Hauck & Aufhauser og aflandsfélagsins Welling og Partners, sem Ólafur sagðist í gær ekkert kannast við.

Fjöldi starfsmannaleiga hefur margfaldast

Fjöldi starfsmannaleiga hefur margfaldast á Íslandi á síðustu árum og hafa þær aldrei verið fleiri. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur að minnst um þriðjungur þeirra brjóti á réttindum starfsmanna sinna.

Sjá næstu 50 fréttir