Innlent

Hækkuðu eigin laun um 66 prósent

Sveinn Arnarsson skrifar
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri

Laun stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar hækkuðu um 66 prósent á síðasta ári. Lífeyrissjóðurinn er alfarið rekinn af lífeyrissjóðnum Stapa og því er stjórnin ekki með neinn starfsmann á sínum snærum.

Þetta kom fram á síðasta aðalfundi lífeyrissjóðsins sem haldinn var á dögunum. Árslaun formanns stjórnar lífeyrissjóðsins, bæjarstjórans Eiríks Björns Björgvinssonar, hækkuðu á milli ára um 66 prósent, fóru úr 180 þúsund krónum í 300 þúsund. Á sama ári lækkaði raunávöxtun sjóðsins úr níu prósentum í rétt rúmlega tvö prósent. Aðrir aðalmenn í sjóðnum hækka úr 90 þúsund krónum í 150 þúsund.

Auk Eiríks í stjórn sjóðsins eru oddvitar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar fyrir hönd Akureyrar auk tveggja stjórnarmanna frá Kili stéttarfélagi.

Einnig var samþykkt að hækka árslaun stjórnarmanna lítillega fyrir árið 2017 á stjórnarfundinum.
Stapi lífeyrissjóður sér um rekstur Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar í samræmi við samning sjóðanna þar um.

Markmiðið með samningnum er að tryggja góðan rekstur LSA sem og góða þjónustu við sjóðfélaga. Framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs er jafnframt framkvæmdastjóri LSA.

Ekki náðist í Eirík Björn Björgvinsson, bæjarstjóra á Akureyri, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaðamanns.
Leiðrétting: Í upphaflegu fréttinni var talað um laun stjórnarmanna. Rétt væri að tala um árslaun stjórnarmanna til að koma í veg fyrir misskilning. Hér er um árslaun að ræða. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira