Innlent

Óhlýðnaðist starfsmanni fimleikahúss

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Frá fimleikamóti. Aðilar á myndinni tengjast fréttinni ekki.
Frá fimleikamóti. Aðilar á myndinni tengjast fréttinni ekki. vísir/ernir
Fimleikastelpa, sem fótbrotnaði á báðum fótum fyrir æfingu, fær ekki bætur úr ábyrgðartryggingu fimleikahúss. Þetta er álit úrskurðarnefndar í vátryggingamálum.

Þegar slysið varð var stúlkan fjórtán ára og var ásamt þremur vinkonum sínum á trampólíni í húsinu. Stukku hinar stelpurnar á hana með fyrrgreindum afleiðingum.

Tryggingafélagið og nefndin höfnuðu bótum þar sem stelpurnar vissu að bannað væri að leika sér í salnum fyrir æfingu. Það hefðu þær gert samt. Ekkert var að aðbúnaði í húsinu og bótum því hafnað.


Tengdar fréttir

Fá ekki 22 milljóna bætur eftir bruna

Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum hefur hafnað kröfu eigenda bifreiðaverkstæðis sem brann árið 2011 um bætur. Tjónið hljóðaði upp á rúmar 22 milljónir.

Fékk í bakið við að lyfta líki

Starfsmaður útfararstofu hér á landi fær ekki bætur úr slysatryggingu launþega þar sem bakmeiðsl, sem hann hlaut við að lyfta þungu líki yfir í kistu, taldist ekki slys.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×