Innlent

Varð fyrir tjóni í kjallara Hörpu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Harpa
Harpa Vísir/eyþór

Hljóðfæraleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands sem slasaðist á leið til vinnu í bílastæðakjallara Hörpu fær ekki bætur úr ábyrgðartryggingu eigenda Hörpu eða bílakjallarans.

Konan hafði lagt bíl sínum í kjallaranum og ætlaði að flýta sér upp í Hörpu. Við það rakst hún í keðju, sem strengd hafði verið til að stýra því hvar bílum væri lagt, hrasaði og datt. Taldi hún að eigendur og rekstraraðilar ættu að bera ábyrgð á tjóninu enda sé frágangur á keðjunni á þeirra ábyrgð.

Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum féllst hins vegar ekki á þá röksemd. Taldi nefndin að konan hefði verið að stytta sér leið milli bifreiða í kjallaranum í stað þess að fara merkta gönguleið. Ekkert hefði verið að því að staðsetja keðjuna á þessum stað og fæst tjón konunnar því ekki bætt.
Fleiri fréttir

Sjá meira