Innlent

Ellefu ára stúlka vill sjá norðurljósin á Íslandi áður en hún verður blind

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þegar veðurskilyrði eru góð fara hundruð ferðamanna í norðurljósaferðir á hverjum degi.
Þegar veðurskilyrði eru góð fara hundruð ferðamanna í norðurljósaferðir á hverjum degi. vísir/ernir
Jayden Lanning, ellefu ára gömul stúlka frá Kanada, er á leið til Íslands og Frakklands til þess að sjá norðurljósin og Eiffel-turninn áður en hún verður blind.

Rætt er við Lanning og fjölskyldu hennar á vef kanadíska ríkisútvarpsins þar sem foreldrar hennar segja að þau vilji fylla minni af hennar af merkilegum hlutum, áður en hún missir sjón.

Lanning þjáist af Usher-heilkenninu sem er arfgengt og lýsir sé í heyrnarskerðingu og stigvaxandi sjónskerðingu. Óttast er að hún verði blind innan nokkurra ára.

„Við áttum okkur á því að tíminn er dýrmætur,“ segir Belinda Lanning, móðir Jayden. „Ef hún verður alveg blind þá munu minningarnar lifa áfram í huga hennar.“

Eftir að í ljós kom að líklegt væri að Jayden yrði alveg blind ræddu foreldrar hennar við hana um hvað það væri sem hún myndi vilja sjá áður en hún verður blind. Eiffel-turninn var efstur á blaði.

Er fjölskyldan því á leið til Parísar þar sem þau munu dvelja í viku. Á heimleið frá Frakklandi munu þau stoppa á Íslandi í nokkra daga í von um þau geti séð norðurljósin.

„Á Íslandi segja þeir að norðurljósin lýsi upp himininn með litum,“ segir Steve Lannnig, faðir Jayden. „Það er það sem við viljum að hún sjái.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×