Innlent

Breytingar á frumvarpi í farvegi: ÁTVR verði ekki lagt niður

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar

Hið umdeilda áfengisfrumvarp er nú statt í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. Nefndarmenn hafa fundað með fjölbreyttum hópi fólks og hafa nú verið gerð drög að nefndaráliti sem fela í sér veigamiklar breytingar á frumvarpinu.

Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar og framsögumaður málsins í nefndinni, segist vonast til að málið verði afgreitt úr nefnd á þessu þingi en hann er framsögumaður málsins í nefndinni. Gerðar hafi verið þrjár veigamiklar breytingar á frumvarpinu.

„Í fyrsta lagi þá er lagt til að rekstur ÁTVR haldi áfram eftir að frumvarpið tekur gildi. Í öðru lagi að gengið verði út frá þeirri meginreglu að áfengi verði ekki selt í matvöruverslunum heldur sérstökum verslunum með áfengi - með ákveðnum liðkunum varðandi dreifðar byggðir landsins," segir Pawel.

Í þriðja lagi er horft til Frakklands hvað varðar áfengisauglýsingar og að settar verði takmarkanir á útvarp- og sjónvarpsauglýsingar.

Pawel segir að með þessu sé verið að finna leið til að landa málinu en það hefur mætt talsverðri andstöðu hjá þjóðinni en þó vilji margir liðkanir varðandi sérverslanir.

„Við erum að koma til móts við þau sjónamið. Við erum að setja upp dæmið hvernig þetta geti litið út og taka miklu minna skref en lagt var til, en engu að síður skref sem myndi fela í sér örlítið meira frjálsræði í þessum efnum," segir Pawel.


Tengdar fréttir

Áfengisfrumvarp næst ekki í gegnum þingið

Mörg mál bíða afgreiðslu Alþingis þegar einungis tvær vikur eru eftir fram að sumarfríi. Samningaviðræður á milli stjórnarflokka og stjórnarandstöðu um hvað fer í gegn eru ekki hafnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira