Innlent

Myndband: Færeyskir fótboltastrákar fóru illa með forsetann í markinu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Forsetinn var öflugur í markinu.
Forsetinn var öflugur í markinu. Mynd/Forsetaskrifstofan

Viðburðaríkri opinberri heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar til Færeyja lauk í gær.

Líkt og Vísir hefur greint frá brá Guðni sér í fótbolta með krökkum í Þórshöfn. Forsetahjónin heimsóttu þá Argjahamarsskóla, sem er nýjasti og glæsilegasti skóli Þórshafnar.

Þar voru krakkar að leik á gervigrasvelli við skólann og stóðst Guðni ekki mátið og skellti sér í markið.

Á Twitter-síðu Visit Faraoe Islands má sjá myndband af afrekum Guðna í markinu. Þar má sjá hvernig forsetinn glímdi við hörkuskot frá ungum færeyskum strák sem slapp einn í gegn, líkt og boltinn í markið framhjá Guðna.
Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira