Innlent

Myndband: Færeyskir fótboltastrákar fóru illa með forsetann í markinu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Forsetinn var öflugur í markinu.
Forsetinn var öflugur í markinu. Mynd/Forsetaskrifstofan

Viðburðaríkri opinberri heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar til Færeyja lauk í gær.

Líkt og Vísir hefur greint frá brá Guðni sér í fótbolta með krökkum í Þórshöfn. Forsetahjónin heimsóttu þá Argjahamarsskóla, sem er nýjasti og glæsilegasti skóli Þórshafnar.

Þar voru krakkar að leik á gervigrasvelli við skólann og stóðst Guðni ekki mátið og skellti sér í markið.

Á Twitter-síðu Visit Faraoe Islands má sjá myndband af afrekum Guðna í markinu. Þar má sjá hvernig forsetinn glímdi við hörkuskot frá ungum færeyskum strák sem slapp einn í gegn, líkt og boltinn í markið framhjá Guðna.
Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira