Innlent

Fá ekki 22 milljóna bætur eftir bruna

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Það tók slökkviliðið rúmlega tvo klukkutíma að slökkva eldinn í bifreiðaverkstæðinu í Kópavogi í gærmorgun.
Það tók slökkviliðið rúmlega tvo klukkutíma að slökkva eldinn í bifreiðaverkstæðinu í Kópavogi í gærmorgun. mynd/sigurjón ólason

Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum hefur hafnað kröfu eigenda bifreiðaverkstæðis sem brann árið 2011 um bætur. Tjónið hljóðaði upp á rúmar 22 milljónir.

Bruninn átti sér stað á Smiðjuvegi í Kópavogi í mars 2011. Eldurinn kviknaði út frá bíl og dreifði sér þaðan um húsið og lausamuni. Rífa þurfti þakið af til að slökkva eldinn.

Eigendurnir höfðu fengið bætur fyrir tjón sem varð á húsinu en vildu einnig fá bætur fyrir tjón á lausamunum. Nefndin taldi að umfang tjónsins hefði legið fyrir í árslok 2011 og krafan hefði því fyrnst fjórum árum síðar.
Fleiri fréttir

Sjá meira