Innlent

Yfirgaf bátinn vegna eldsvoða

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Ekkert amar að skipverjanum.
Ekkert amar að skipverjanum. Vísir/Vilhelm
Eldur kom upp í báti sem staddur var 2,6 sjómílur utan við Vopnafjörð laust fyrir klukkan 20 í kvöld. Einn skipverji var um borð en hann þurfti að yfirgefa bátinn og sjósetja gúmmíbjörgunarbát. Ekkert amar að honum, að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörg.

Björgunarskip Landsbjargar er á leiðinni á staðinn.

Uppfært:

Skipverjinn komst í land með nærstöddum bát. Björgunarskipið er að draga bátinn sem brann til lands og reiknað er með að þeir leggi að landi um klukkan 22. Búið er að slökkva eldinn að mestu en báturinn er mjög illa farin, jafnvel talinn ónýtur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×