Byggja þarf 280 hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu til að mæta grunnþörf Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. maí 2017 19:00 Byggja þarf 280 hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu fram til 2022 til viðbótar við þau sem þegar er áætlað að byggja. Engar áætlanir hafa verið gerðar um þessi rými en byggingarkostnaður er um níu milljarðar króna. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að verði þörfinni ekki mætt muni það auka enn frekar á útskriftarvanda spítalans. Aldursamsetning íslensku þjóðarinnar er að breytast hratt. Stórir árgangar fólks sem fæddist um og eftir síðari heimsstyrjöld mun þurfa á umönnun og hjúkrun að halda í nálægri framtíð. Lengi vel var aðskilnaður á milli dvalarrýma og hjúkrunarrýma en í dag er þetta undir sama þaki. Hrafnista og Grund eru dæmi um staði sem hýsa hjúkrunarrými. Samkvæmt tölum sem Landspítalinn aflaði frá velferðarráðuneytinu eru áætlanir um byggingu hjúkrunarrýma á höfuðborgarsvæðinu engan veginn í takti við fyrirsjáanlega þörf. „Í viðbót við þau hjúkrunarrými sem þegar hefur verið ákveðið að byggja fram til 2022 á höfuðborgarsvæðinu er vöntun á 280 hjúkrunarrýmum til viðbótar sem ekki er búið að gera áætlanir um. Miðað við að það kosti 30 milljónir króna að byggja hvert hjúkrunarrými þá eru það nærri níu milljörðum króna að byggja þau,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans. Hann segir að huga verði að því hvernig eigi að mæta þessari þörf. Eitt helsta vandamál Landspítalans undanfarin ár snýr að svokölluðum fráflæðisvanda eða útskriftarvanda. Sú staðreynd að spítalinn getur ekki útskrifað sjúklinga vegna skorts á hjúkrunarrýmum annars staðar bitnar með einum eða öðrum hætti á öllum deildum spítalans. Páll segir að ef þessi hjúkrunarrými verða ekki byggð þá muni það bitna á útskriftarvanda spítalans. „Að öllu óbreyttu, ef þessari þörf fyrir hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu verður ekki mætt er ljóst að það mun torvelda útskriftir enn frekar en orðið er.“ Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Byggja þarf 280 hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu fram til 2022 til viðbótar við þau sem þegar er áætlað að byggja. Engar áætlanir hafa verið gerðar um þessi rými en byggingarkostnaður er um níu milljarðar króna. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að verði þörfinni ekki mætt muni það auka enn frekar á útskriftarvanda spítalans. Aldursamsetning íslensku þjóðarinnar er að breytast hratt. Stórir árgangar fólks sem fæddist um og eftir síðari heimsstyrjöld mun þurfa á umönnun og hjúkrun að halda í nálægri framtíð. Lengi vel var aðskilnaður á milli dvalarrýma og hjúkrunarrýma en í dag er þetta undir sama þaki. Hrafnista og Grund eru dæmi um staði sem hýsa hjúkrunarrými. Samkvæmt tölum sem Landspítalinn aflaði frá velferðarráðuneytinu eru áætlanir um byggingu hjúkrunarrýma á höfuðborgarsvæðinu engan veginn í takti við fyrirsjáanlega þörf. „Í viðbót við þau hjúkrunarrými sem þegar hefur verið ákveðið að byggja fram til 2022 á höfuðborgarsvæðinu er vöntun á 280 hjúkrunarrýmum til viðbótar sem ekki er búið að gera áætlanir um. Miðað við að það kosti 30 milljónir króna að byggja hvert hjúkrunarrými þá eru það nærri níu milljörðum króna að byggja þau,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans. Hann segir að huga verði að því hvernig eigi að mæta þessari þörf. Eitt helsta vandamál Landspítalans undanfarin ár snýr að svokölluðum fráflæðisvanda eða útskriftarvanda. Sú staðreynd að spítalinn getur ekki útskrifað sjúklinga vegna skorts á hjúkrunarrýmum annars staðar bitnar með einum eða öðrum hætti á öllum deildum spítalans. Páll segir að ef þessi hjúkrunarrými verða ekki byggð þá muni það bitna á útskriftarvanda spítalans. „Að öllu óbreyttu, ef þessari þörf fyrir hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu verður ekki mætt er ljóst að það mun torvelda útskriftir enn frekar en orðið er.“
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira