Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar

Smálanafyrirtækið Hraðpeningar hefur undanfarið sent sms-skilaboð á handahófskennd símanúmer og boðið fólki tuttugu þúsund króna lán símleiðis. Neytendastofa kannar hvort fyrirtækið brjóti bæði fjarskiptalög og lög um neytendalán og formaður Neytendasamtakanna segir aðferðina siðlausa. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Í fréttatímanum fjöllum við einnig um tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um að einkavæða hluta Keflavíkurflugvallar til að fjármagna stórframkvæmdir í vegamálum. Þá verður rætt við framhaldsskólakennara sem nálgast sjötugt og vill ekki fara á eftirlaun. Hann hefur sent yfirmanni sínum bréf þar sem hann segist ekki ætla að hætta að vinna gegn vilja sínum.

Við verðum svo í beinni útsendingu frá Stóru heimilissýningunni sem hefur verið endurvakin og fer fram í Laugardalshöll um helgina. Þá tökum við púlsinn á hressum krökkum sem nýttu veðurblíðuna í dag til að keppa í kassabílarallý. 

Kvöldfréttirnar hefjast klukkan 18:30 og eru í beinni útsendingu á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 og hér á Vísi. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira