Innlent

Fráflæðisvandi á geðsviði LSH

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Af einni af geðdeildum Landspítalans.
Af einni af geðdeildum Landspítalans. vísir/eyþór
Að jafnaði er tíunda hvert legurými geðdeilda Landspítalans upptekið af einstaklingum sem bíða eftir búsetuúrræði.

„Á hverjum tíma liggja á bilinu tíu til fimmtán inni á deild sem bíða eftir slíku úrræði,“ segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans.

María segir að markmiðið sé að fólk sé útskrifað heim til sín og komi síðan í göngudeildarúrræði. Sé þess kostur eigi fólk að geta komið á morgnana í endurhæfingu og farið heim til sín að henni lokinni.

„Til þess þarf fólk að eiga heima einhvers staðar,“ segir framkvæmdastjórinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×