Innlent

Geta ekki opnað sundlaug

Sveinn Arnarsson skrifar
Starfið hefur verið auglýst á fimmta mánuð en án árangurs.
Starfið hefur verið auglýst á fimmta mánuð en án árangurs.

Atvinnuástandið í Norðurþingi er með þeim ágætum í sumar að sveitarfélaginu reynist erfitt að opna sundlaugina í Lundi í Öxarfirði sökum manneklu. Aðeins hefur ein umsókn um sumarstarf borist en auglýst hefur verið eftir fólki í á fimmta mánuð.

„Atvinnuástandið er gott þarna og næga vinnu að fá. Þetta er í sjálfu sér bara þróunin sem við erum að sjá. Til að mynda eru færri og færri að sækja Vinnuskólann á Húsavík því atvinnurekendur eru að sækja í yngra og yngra fólk til að halda uppi þjónustu,“ segir Kjartan Páll Þórarinsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Norðurþings.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira