Innlent

Geta ekki opnað sundlaug

Sveinn Arnarsson skrifar
Starfið hefur verið auglýst á fimmta mánuð en án árangurs.
Starfið hefur verið auglýst á fimmta mánuð en án árangurs.

Atvinnuástandið í Norðurþingi er með þeim ágætum í sumar að sveitarfélaginu reynist erfitt að opna sundlaugina í Lundi í Öxarfirði sökum manneklu. Aðeins hefur ein umsókn um sumarstarf borist en auglýst hefur verið eftir fólki í á fimmta mánuð.

„Atvinnuástandið er gott þarna og næga vinnu að fá. Þetta er í sjálfu sér bara þróunin sem við erum að sjá. Til að mynda eru færri og færri að sækja Vinnuskólann á Húsavík því atvinnurekendur eru að sækja í yngra og yngra fólk til að halda uppi þjónustu,“ segir Kjartan Páll Þórarinsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Norðurþings.
Fleiri fréttir

Sjá meira