Innlent

Björguðu konu úr sjálfheldu í Esju

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Esjan.
Esjan. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út klukkan rétt rúmlega eitt í dag vegna konu sem var í sjálfheldu í Esju.

Var hún á hinni hefðbundnu gönguleið en komin efst í Þverfellshornið, í klettabelti og komst hvorki lönd né strönd.

Svo vel vildi til að á gönguleiðinni var björgunarsveitarmaður og fór hann strax til aðstoðar ásamt félaga sínum.

Komu þeir konunni úr klettunum og eru þau nú á leið niður á bílastæði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira